Í Flóanum

03.05.2010 07:39

Húsflutningar

Hér á bæ er lífið nokkuð fjölbreytt og verkefnin sem verið er að fást við mörg og misjöfn. Hér háttar svo til að hér er vettvangur fjögurra ættliða í starfi og leik. Öll stöndum við með einum eða öðrum hætti að þeim búskap sem hér er stundaður en þar fyrir utan er einnig verið að fást við hin fjölbreyttustu verkefni á sviði félagsmála og annarra áhugamála. Mörg okkar stunda einnig aðra atvinnu með búrekstrinum.

Meðlimur úr elstu kynslóðinni tók til við að byggja bæ í svartasta skammdeginu í vetur. Byggingarefnið var afgangs byggingarefni sem hér hefur fallið til í gegnum árin og verið haldið til haga af stakri hirðusemi. Ekki hefur fundist not fyrir þetta byggingarefni fram til þessa og það hefur aðallega tekið páss í geymslum.


Bæinn byggði hann innadyra en alltaf er nóg pláss í hlöðunni. Við smíðina naut hann aðstoðar yngstu kynslóðarinnar sem tók virkan þátt í smíðinu. Þau fylgdust með af áhuga hvernig bærinn varð til frá fyrstu spýtu til síðasta nagla. Eftir að smíðinni lauk hafa þau svo notið góðs af en bæinn hafa þau óspart notað til sinna leikja.   




Á Sumarsdaginn fyrsta þótti tilhlíðilegt að flytja bæinn út undir bert loft. Systkinin í Jaðarkoti, þau Aldís Tanja og Arnór Leví,  tóku fullan þátt í verkefninu enda hafði bænum verið fundinn staður í bakgarðinum heima hjá þeim. Þar á hann eflaust eftir að þjóna sínu hlutverki sem vattvangur sumarleikja barnanna. 




Nú er tekinn við annasamur og skemmtilegur tími í sveitinni. Kornakrana er verið að vinna og sauðburður er hafinn. Fyrsta ærin bar í gær og varð þrílemd.

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar