Í Flóanum |
||
03.05.2010 07:39HúsflutningarHér á bæ er lífið nokkuð fjölbreytt og verkefnin sem verið er að fást við mörg og misjöfn. Hér háttar svo til að hér er vettvangur fjögurra ættliða í starfi og leik. Öll stöndum við með einum eða öðrum hætti að þeim búskap sem hér er stundaður en þar fyrir utan er einnig verið að fást við hin fjölbreyttustu verkefni á sviði félagsmála og annarra áhugamála. Mörg okkar stunda einnig aðra atvinnu með búrekstrinum. Meðlimur úr elstu kynslóðinni tók til við að byggja bæ í svartasta skammdeginu í vetur. Byggingarefnið var afgangs byggingarefni sem hér hefur fallið til í gegnum árin og verið haldið til haga af stakri hirðusemi. Ekki hefur fundist not fyrir þetta byggingarefni fram til þessa og það hefur aðallega tekið páss í geymslum.
Skrifað af as Flettingar í dag: 236 Gestir í dag: 9 Flettingar í gær: 342 Gestir í gær: 80 Samtals flettingar: 315489 Samtals gestir: 46625 Tölur uppfærðar: 5.9.2025 04:26:57 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is