Í Flóanum |
||
07.05.2010 07:46Samningur um VatnÁ sveitarstjórnarfundi í vikunni staðfesti sveitarstjórnin Samning um öflun og sölu vatns milli Flóahrepps og Árborgar. Samningur þessi er búin að vera í undirbúningi í allan vetur og var undirritaður fyrir skemmstu. Stórum áfanga er nú náð í vatnsmálum beggja sveitarfélaganna. Aðili að þessu samningi er Landsvirkjun en samkvæmt samkomulagi milli hennar og Flóahrepps mun fyrirtækið fjármagna þær framkvæmdir sem ráðast þarf í vegna vatnsöflunnar í Flóahreppi. Eins og allir góðir samningar þá er þessi samningur báðum sveitarfélögunum mjög hagstæður. Hann tryggir íbúum Flóahrepps aðgang að fyrsta flokks vatni allt að 20 lítrum á sekúndu. Flóahreppur kaupir vatnið í því magni sem hann þarf á að halda hverju sinni á sveitarfélagsmörkum á hagstæðu verði. Hér er um mikið öryggisatriði að ræða til framtíðar fyrir íbúa Flóhrepps.
Hér í sveit þarf að leggja nýja stofnlögn með þjóðvegi eitt frá sveitarfélagsmörkum að Neistastöðum og þaðan í miðlunartankinn í Ruddakrók. Þessi stofnlögn styrkir dreyfikerfið í gamla Hraungerðishreppnum og gefur möguleika á frekari uppbyggingu t.d. upp með Langholtsvegi. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is