Í Flóanum

14.05.2010 07:54

Framboðsfundur

Á miðvikudagskvöldið s.l. var haldinn framboðsfundur í Þjórsárveri. Það vorum við frambjóðendur R listans sem boðuðum til fundarins til þess að kynna  stefnuskrá okkar og helstu áherslur í komandi kosningum til sveitarstjórnar Flóahrepps.

Við ákváðum að hafa fundinn með nýju sniði og slepptum öllum framsöguræðum og ræðum yfirleitt. Þess í stað var öllum fundarmönnum skipt í sex til átta manna umræðuhópa. Við frambjóðendur fórum svo á milli hópanna og ræddum beint við fundarmenn um það sem þeim lá mest á hjarta í hverjum  hóp. Við stoppuðum í 10 mín á hverju borði. 
 

Mér fannst þetta gefast ágætlega. Þarna fóru fram bein skoðanaskipi og ég vona að fundarmenn allment hafi verið sáttir við þetta. Þeir höfðu tækifæri á að spyrja okkur frambjóendur beint og fá  svör strax.

Ég finn fyrir töluverðum áhuga hjá fólki að ræða hin ýmsu mál. Það er áhugavert og nauðsynlegt að einbeita sér að því. Það er því æði verk framundan ef við eigum að ná því að spjalla við alla kjósendur fyrir kosningar. emoticon

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar