Í Flóanum |
||
07.06.2010 07:43Hver er virkjanasinni og hver er virkjanaandstæðingur?Í fréttum af úrslitum kosninganna hér í sveit er því gjarnar slegið upp að hér hafi virkjanasinnar unnið stóran kosningasigur. Ekki er ég nú viss um að við öll sem gáfum kost á okkur á R listann skilgreinum okkur sem einhverja "virkjanasinna" þó svo að við vissulega höfum fallist á að gera ráð fyrir Urriðafossvirkun á aðalskipulaginu og ætlum að vinna áfram í samstarfi við Landsvirkun um mótvægisaðgerðir vegan hennar. Virkjanamál eru einfaldlega flóknari en svo að hægt sé að skipta fólki upp í virkjanasinna annarsvegar og virkjanaandstæðinga hinsvegar eins og mér finnst fjölmiðlar gjarnan vilja gera. Þó fallist sá á Urriðafossvirkjun er ekki þar með sagt að þá vilji menn virkja skilyrðislaust alls staðar þar sem því verður við komið. Eins er ekki hægt að ganga út frá því að allir þeir sem ekki vilja að Urriðafossvirkun verði byggð séu allfarið á móti því að orkan í fallvötnum og/eða í iðrum jarðar sé virkuð yfirleitt.
Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is