Í Flóanum |
||
18.06.2010 07:4317. júníÍ gær var þjóðhátíðardagur Íslendinga. Það er full ástæða til þess að fagna fullveldi Íslands og halda hátíðlegan sérstakan þjóðhátíðardag. Það er vonandi að íslendingar geri sér líka grein fyrir því hvers virði það er að vera fullvalda þjóð og í hverju það fellst. Haft var eftir utanríkisráðherranum að hann taldi daginn í gær "heilla dag fyrir Ísland" þar sem Evrópusambandið var að samþykkja að hefja aðildarviðræður við Íslendinga. Það kom svo sem engum á óvart að það skyldi vera samþykkt. Aðildarviðræðurnar ganga svo út á það hvernig og með hvaða hætti Íslendingar ætla að laga sig að ESB og hvaða skilyrði önnur evrópuríki ætla að setja okkur. Hér í Flóanum var þjóðhátíðardagurinn haldinn hátiðlegur með hefðbundum hætti. Að venju varði ég hluta úr deginum við hátíðarhöld í og við Þjórsárver. Umf. Vaka stóð fyrir íþróttamóti barna á íþróttavellinum og Kvennfélag Villingaholtshrepps stóð fyrir reiptogi og pokahlaupi. Fallkonan flutti sitt ávarp og gestir hátiðarinnar gæddu sér á þeim veisluföngum sem boðið var upp á. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is