Í Flóanum

18.06.2010 07:43

17. júní

Í gær var þjóðhátíðardagur Íslendinga. Það er full ástæða til þess að fagna fullveldi Íslands og halda hátíðlegan sérstakan þjóðhátíðardag. Það er vonandi að íslendingar geri sér líka grein fyrir því hvers virði það er að vera fullvalda þjóð og í hverju það fellst.

Haft var eftir utanríkisráðherranum að hann taldi daginn í gær "heilla dag fyrir Ísland" þar sem Evrópusambandið var að samþykkja að hefja aðildarviðræður við Íslendinga. Það kom svo sem engum á óvart að það skyldi vera samþykkt. Aðildarviðræðurnar ganga svo út á það hvernig og með hvaða hætti Íslendingar ætla að laga sig að ESB og hvaða skilyrði önnur evrópuríki ætla að setja okkur.

Ljóst er að áhugi ríkja innan Evrópu á að fá Ísland inn í sambandið er ekki vegna þess að hér sé svo áhugaverður markaður. Áhugi þeirra beinist fyrst og framst að þeim auðlindum og tækifærum sem hér eru. Þetta eru m.a.fiskimiðin okkar, orkan í fallvötnunum og jarðhitanum og mikið af lítið notuðu landi. Landrými þetta getur bæði verið áhugvert vegna möguleika á aukinni ræktun eða annarri landnotkunn og einnig sem ósnortin náttúra.

Það er mér algerlaga óskiljanlegt afhverju íslensk stjórnvöld eru að leggja upp í þann leiðangur að sækja um aðild að þessu Evrópusambandi. Ég held að möguleikar okkar séu mikið vænlegri utan þess. Við verðun bara að læra og nenna að nýta okkur þau tækifæri og þá þekkingu sem hér eru fyrir hendi. 

Við erum ekki góð í alþjóðlegum bankarekstri eða öðrum slíkum hlutum. Það er búið að reyna það. Einbeitum okkur frekað að því sem við kunnum og eflum þekkingu á þeim hlutum. Ef við ætlum að hasla okkur völl á nýjum sviðum gerum það þá með þeim hætti að við vitum hvað við erum að gera
.

Hér í Flóanum var þjóðhátíðardagurinn haldinn hátiðlegur með hefðbundum hætti. Að venju varði ég hluta úr deginum við hátíðarhöld í og við Þjórsárver. Umf. Vaka stóð fyrir íþróttamóti barna á íþróttavellinum og  Kvennfélag Villingaholtshrepps stóð fyrir reiptogi  og pokahlaupi. Fallkonan flutti sitt ávarp og gestir hátiðarinnar gæddu sér á þeim veisluföngum sem boðið var upp á.








Mér fannst skemmtilegt að fyljast með m.a. barnabörnum mínum taka þátt íþróttakeppninni. 17 júní mót umf. Vöku hefur verið haldið í áratugi og hafa margir byrjað sinn íþróttaferil á einmitt þessu móti. Meðal áhorfenda var fólk sem fyrir einhverjum árum síðan hafði keppt á þessu móti og seinna fylgst með börnum sínum keppa en voru nú að aðstoða og hvetja barnabörnin sín.

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar