Í Flóanum |
||
01.07.2010 07:42HeyskapurÞað er alltaf skemmtilegt að standa í heyskap. Heyskapur er ekki svona "þægileg inni vinna" eins og borgarstjórastaðan í Reykjavík er. Heyskap fylgir langir vinnudagar og stanslaus angist yfir að allt gangi nú upp sem lagt er undir. Afkoma búrekstursins næsta árið ræðst að stæðstum hluta af því hvernig til tekst með heyölfun. Það sem helst getur farið úrskeiðis hjá manni er að það er ekki rétt veður og að vélarnar taki upp á því að bila. Erfitt getur verið að reikan út veðrið. Það er nefnilega ekki hægt að teysta því að veðurspáin sé rétt. Það er ekki heldur hægt að teysta því að hún sé vitlaus. Það getur orðið talsvert tjón að slá mikið og fá svo rigningu ofan í flekkinn. Það verður einnig tjón að sleppa því að slá vegna þess að það spáir rigningu en missa svo af góðum þurki. Heyskapur í dag er stundaður með stórvirkum vinnuvélum á örfáum dögum. Það er því mikið lagt undir í einu og eins gott að vélarnar virki þegar til á að taka. Ef eitthvað bilar þarf að geta brugðist hratt við. Annað hvort með því að gera við eða gera einhverjar aðrar ráðstafanir til þess að bjarga heyjunum. Best er að geta gert við áður en vélin bilar. Góður vélamaður þarf að hafa tilfinningu fyrir vélinni sem hann er að vinna á. Það getur verið betra ef það fara að heyrast einhver aukahljóð eða vélin er ekki að haga sér eins og hún er vön að gera að stoppa og kanna hvað veldur og laga það áður en eitthvað brotnar. Svo getur það líka verið skynsamlegast í stöðunni að hækka bara í útvarpinu og halda áfram að bjarga heyjunum. Hér á bæ eru við búnin að koma öllu heyi af fyrsta slætti í rúllur. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is