Í Flóanum

15.08.2010 07:40

Landeyjahöfn

Ég skrapp skottúr til Vestmannaeyja í gær. Það eru breyttar forsendur í samgöngum við Eyjar með tilkomu Landeyjarhafnar. Við fórum héðan um hádegi og vorum komin til Eyja um hálf þrjú. Stoppuðum þrjá tíma í Eyjum og en fórum þá aftur um borð í Herjólf sem sigldi síðan kl. 6 til lands.  

Samgöngur skipta miklu máli á landsbyggðinni. Það er ekki að efa að Landeyjarhöfn á eftir að hafa mikil áhrif hér á Suðurlandi. Tilkoma hennar tengir Vestmannaeyjabæ beint við önnur sveitarfélög á Suðurlandi.

Það skapar tækifæri á meira samstarfi og samvinnu á svæðinu. Það eykur einnig umferð og flæði fólks á svæðinu öllu. Það mun auka umsvif á ýmsum sviðum bæði í Eyjum og í landi. 

Landeyjarhöfn hefur áhrif á umferðina hér í Flóanum. Með tilkomu hennar er ennþá meiri nauðsyn á nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss. Tvöföldum Suðurlandsvegar (sérstaklega á leiðinni milli Hveragerðis og Selfoss að mínu mati) og ný brú á Ölfusá við Laugardæli er orðið bráð aðkallandi verkefni.

Ég óska Vestmannaeyingum sem og öllum öðrum sem njóta góðs af þessarri framkvæmd til hamingu með að Landeyjarhöfn skuli vera komin í gagnið. Vonandi á höfnin eftir að reynast sem best og siglingar um hana ganga vel.

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar