Í Flóanum |
||
21.08.2010 07:24GrillveislaFjölmenni var hér á sunnudaginn var. Þá hittumst við systkinin fjögur úr austurbænum í Kolsholti ásamt foreldum okkar, mökum, börnum, tengdabörnum og barnabörum og grilluðum saman. Þessi hópur telur orðið hátt í fjörutíu manns
Þrátt fyrir alveg einmuna blíðu flesta daga í sumar leit ekki mjög vel út með veðrið þennan dag þegar hann fór að nálgast. Þegar ljóst var orðið á laugardagskvöldið að veðurspáin var bæði rok og rigning tók Sigmar sig til og fór að taka til á verkstæðinu í hlöðunni. Um hádegi á sunnudagin var búið að breyta hlöðuni í samkomusal og þau systkin sendu SMS á liðið um að samkoman yrði þar að þessu sinni. Vel var mætt og áttum við þarna bæði góða og skemmtilega og einnig næringaríka stund saman.
Skrifað af as Flettingar í dag: 236 Gestir í dag: 9 Flettingar í gær: 342 Gestir í gær: 80 Samtals flettingar: 315489 Samtals gestir: 46625 Tölur uppfærðar: 5.9.2025 04:26:57 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is