Í Flóanum |
||
29.08.2010 07:36HöfuðdagurHöfuðdagurinn er í dag. Oft hefur verið rætt um að á þessum degi verði veðrabrigði og má það til sanns vegar færa í mörgum tilfellum. Þar sem sumarið hefur verið bæði hlýtt og þurrviðrasamt má ætla að nú fari hann að leggjast í kalsa rigningar. Það hefur reyndar nokkurn vegin verið raunveruleikin síðustu ár. Hvort sú verði raunin í ár kemur í ljós. Þessa stundina er veðrið allavega hið besta þó hann hafi reyndar svolítið þykknað upp í nótt. Ég man eftir rosasumrum þar sem ringdi nánast allt sumarið en á Höfuðdaginn eða þar um bil snérist hann í norðanátt og þurk. Þá stóð fyrsti sláttur fram í september og hirt í súgþurkun. Eins og oft áður þá fer mestur hluti vinnudagsins hjá mér á þessum tíma í bókhald. Bókhaldsvinna er nauðsynlegur hlutir í öllum rekstri. VSK uppgjör tvisvar á ári þ.e.1. sept og 1, mars heldur manni við efnið í þessum málum. ![]() Það er helst síðustu dagana fyrir þessar dagsetningar að manni dettur í hug að skynsamlegt gæti verið að vinna þetta jafnt og þétt yfir árið. Aðra hluta ársins hvarlar ekki að manni að fara pæla mikið í bókhaldinu þegar nóg annað áhugavert er hægt að taka sér fyrir hendur. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is