Í Flóanum

11.09.2010 07:34

Réttir

Reykjaréttir á Skeiðum eru í dag. Í gær fór ég ásamt Stefáni Ágúst frænda mínum ríðandi á móti safninu og fylgdum við því svo eftir síðasta spölinn niður í réttir.

Þetta var ágætis útreiðatúr. Við vorum samferða megnið af leiðinni fleira af góðu fólki héðan úr Flóanum sem voru í sömu erindagjörðum og við.  Þetta er drjúgur spölur héðan neðan úr Flóa og upp öll Skeiðin en við mættum fjallsafninu á Sandlækjarholtinu.

Hrossin stóði sig ágætlega en skemmtilegra hefði verið ef þau hefðu  verið  í meiri þjálfun. Hrosssóttin hefur svolítið spilað inn í útreiðar í sumar hjá okkur. Þau hross sem við höðum til fara í gær hafa lítið verið notuð undanfarnar vikur vegna hósta sem hrjáðu þau á tímabili í sumar en þau eru nú óðum að ná sér á strik aftur.

Hrossin sem Jón í Lyngholti fór á fjall með voru hinsvegar í góðu standi enda virtist hann vera í góðum málum þegar við hittum hann með safninu í gær. Jón  fór hér af stað á þriðjudagmorguninn en þá keyrði ég hann og hrossin upp í réttir þaðan sem riðið var inn á afrétt.

Í dag er svo meiningin að ríða heim  úr réttunum. Hugsanlega verður einhversstaðar stoppað í kjötsúpu á leiðinni.emoticon

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar