Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hélt Ársþing sitt í gær og í fyrradag. Við vorum fjögur frá Flóahrepp sem sátum þetta þing.
Á Ársþingi SASS er haldnir 5 aðalfundir. Því auk aðalfundar SASS er um að ræða aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands á þessu þingi.
Flóahreppur er aðili að öllum þessum byggðasamlögum eins og flest sveitarfélögin 15 sem eru í SASS. Það er þó ekki algilt að öll sveitarfélögin eigi aðild að öllum þessum stofnunum.
Þingið gekk ágætlega fyrir sig en um gríðalega mikið efni er að ræða sem þarf að fari yfir. Fjalla þarf um starfsskýrslur og ársreikninganna allra þessarra stofnanna og samþykkja fjárahagsáætlanir næsta árs. Þar fyrir utan eru svo öll önnur mál og ályktanir sem þarf að ræða á svona þingum.
Nýr formaður var kosin hjá SASS Elfa Dögg Þórðardóttir bæjarfulltrúi í Árborg. Sjálfur gaf ég kost á mér áfram og var endurkjörinn varaformaður samtakanna.
Samstarf sveitarfélaga á suðurlandi er heilmikið og það er að skila heilmiklu. Stundum finnst manni þó menn gleyma sér í allslags karp um hluti sem engu máli skiptir en það kannski tilheyrir bara pólitíkinni.
Aðalatriðið er að standa saman og vinna saman að þeim málum sem samstaða er um. Hitt er jafn vonlaust að ætla að reyna að vinna saman að einhverju sem ekki næst samstaða um eða vilji er til samstarf. Þá er betra að nota tíman í að leysa verkefnin á einhvern anna hátt.
Sem betur fer fyrir samfélagið hér á Suðurlandi hafa sveitarfélögin á svæðini komist að þeirri skynsamlegu niðurstöðu í mörgum málum að með samstarfi geti allir aðilar grætt. Það er reyndar lykilatriði í öllu samstarfi að allir aðilar samstarfsins sjái sér hag í því.