Í Flóanum

26.09.2010 07:45

Kornskurður

Nokkuð vel hefur gengið að skera kornið í Flóanum í haust. Tíðafar hefur verið mun betra  en undanfarið haust en í fyrra og árið þar áður hamlaði bleytutíð verulega kornskurði.

Mér skilst að þreskivélin sem Flóakorn ehf á sé búin að slá eitthvað um 200 ha nú í haust hér í Flóanum og í Ölfusi. Það er eitthvað eftir að slá meira en það fer að sjá fyrir endan á því þetta haustið.



Hér á bæ var kornið slegið á mánudaginn var og gekk það ágætleg. Slegið var beint á vagna en það síðan valsað og sýrt heima í hlöðu og sett í stíu. Uppskera var þokkaleg eða u.þ.b. 3,5 til 4 tonn af hektara.









Við vorum með um 10 ha af byggi ár. Í um helminiginn af þessu landi var grasi sáð með bygginu. Lítur það bara vel út og verður spennamdi að sjá hvernig þessi nýrækt kemur út næsta sumar.  

Í vikunni höfum við einnig aðeins verið í heyskap en ég geri nú ráð fyrir að honum sé nú lokið á þessu langa sumri. Hluti af túnunum hefur nú verið sleginn þrisvar. Háin og rígresið vex enn sem á sumardegi. Talsverð beit er víða á túnum og er kúnum beitt ennþá á daginn og ef veður leyfir gæti það orðið í einhverjar vikur í viðbót.  

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar