Í Flóanum

05.10.2010 07:30

Landsþing

Í síðustu viku var Landsþing  Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið á Akureyri. Þingið hófst á miðvikudegi og lauk um hádegi á föstudag.

Miklar umræður voru á þinginu m.a.um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sameiningu sveitarfélaga, fjárhagsstöðu sveitarfélaga og hlutverk þeirra í velferðaþjónustunni við íbúanna. Drög að nýjum sveitastjórnarlögum og fjármálareglum fyrir sveitarfélög var einnig til kynningar og umræðu  á þinginu.

Mikil áhersla var lögð á það af hálfu fyrrverandi sveitarstjórnarráðherra Kristjáns L Möllers  að til þess að efla sveitastjórnarstigið væri  nauðsynlegt að fækka sveitarfélögunum umtalsvert.  Hann hafði boðað að það yrði að gera með lagaboði ef sveitarfélögin sjálf myndi ekki ganga í það verk hratt og vel  á þessu kjörtímabili

Nýr ráðherra Ögmundur Jónasson hefur  aðrar áherslur í þessu  málum.  Á landsþingnu  sagðist hann reyndar vera því  fylgjandi að efla sveitarstjórnarstigið og til þess að sveitarfélögin  gætu tekið við stórum málaflokkum væru þau flest of lítil. Ögmundur vill samt ekki fara í lögþvingaðar sameiningar.  Í anda aukins lýðræðis vill hann að svona ákvarðanir verði  í höndum íbúanna sjálfra.

Á landsþinginu var talað um sameiningar og/eða  aukna samvinnu sveitarfélaga í stórum málafokkum. Nú um næstu áramót eru sveitarfélögin að taka við viðamiklum málaflokki sem er málefni fatlaðra. Það verkefni eru sveitarfélögin að leysa með mikilli samvinnu margra sveitarfélaga.

Fjárhagsstaða sveitarfélaga var til umræðu á landsþinginu og ljóst að gífurlegur munur er á milli einstakra sveitarfélaga. Kynntar voru tillögur að nýjum fjármálareglum fyrir sveitarfélög og  samráð um efnahagsmál við ríkisvaldið.  Þessar reglur eiga m.a. að setja sveitarfélögum ákveðnar skorður við skuldasöfnum og hallareksturs. Þær eiga einnig að koma á agaðri samskipum milli ríkis og sveitarfélaga á sviði efnahagsmála og í fjármálasamskiptum.

Ég var komin heim um miðjna dag á föstudag eftir að hafa setið þingið. Það er ekkert betra en góður útreiðatúr til þess að jafna sig eftir setu á fundum dögum saman og ferðalög í flugvélum.

Við Jón í Lyngholti tókum góðan útreiðatúr á föstudagskvöldið. Fórum af stað um sjö leitið og riðum fyrst upp í Lyngholt, þaðan upp á gamla Ásaveginn og fórum að vatnstankum í Ruddakró. Þaðan riðum við upp að  Hurðarbaki þar sem við fengum góðar viðtökur hjá Fanney og Reyni.  Að því loknu riðu við heim og vorum komnir hingað rétt fyrir miðnætti.emoticon   

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar