Vinna við fjárhagsáætlanir næsta árs eru nú í fullum gangi. Fjármálaráðherra hefur lagt fram sitt fjárlagafumvarp og vinna við fjárhagsáætlnair hjá sveitarfélögum landsins er nú í hámarki.
Ljóst er að allstaðar er verið að glíma við mikinn samdrátt í tekjum í öllum opinberum rekstri samtímis sem útgjaldaþörf hefur stóraukist. Þess utan er við mikinn skuldavanda að etja bæði hjá ríki og mörgum sveitarfélögum.
Verkefnið er því bísna snúið og hreint ekki einfald að koma hlutunum heim og saman. Það er mikilvægt þegar verið er að skera niður rekstrarakosnað að gera það þá með þeim hætti að ekki verði til meiri kostnaður annarsstaðar í kerfinu.
Fjárlagafrumvarpið sem nú hefur verið lagt fram ber með sé mikinn niðurskurð. Mér finnst nokkuð ljóst að allur þessi niðurskurður mun ekki leiða til útgjaldaminkunnar í opinberum rekstri.
Til dæmis hefur verið sýnt fram á að sá mikli niðurskurður til sjúkrahúsa á landsbyggðinni sem í mörgum tilfellum leiðir til þess að starfsemi er lögð niður og flutt til Reykjavíkur mun ekki spara peninga. Það er hreinlega verið að leggja niður ódýrari úrræði og flytja í dýrari.
Sveitarfélögin eru nú að reyna að ná utan um sínar fjárhagsáætlanir. Óviss er mikil og erfitt er að gera sér grein fyrir hvaða forsendur á að miða við í tekjuáætlun. Íbúaþrónun og atvinnustig í hverju sveitarfélagi fyrir sig á næsta ári getur skipt miklu máli.
Í síðustu viku sat ég fjármálaráðstefu sveitarfélaga. Þar var verið að reyna að nálgast þetta verkefni og þær forsendur sem þessar áætlanir þurfa að byggja á. Kallað var eftir svörum frá ráðherrum ríkistjórnarinnar um hvers væri að vænta úr þeirri átt og miðlað upplýsingu um hin ýmsu mál sem viðkemur fjármálum sveitarfélaga.
Árbók sveitarfélaga kom út á ráðstefnunni en í henni eru mikið af tölulegum upplýsingum um rekstur og fjárhagsstöðu sveitarfélaga á síðasta ári. Ljóst er að fjárhagstaða þeirra er gríðalega misjöfn og skuldir sumra er orðin verulega íþyngandi fyrir rekstur þeirra.
Hjá Flóahrepp eins og víða annarsstaðar koma margir að þessarri vinnu. Kallað hefur verið eftir hugmyndum og tillögum frá nefndum og forstöðumönnum stofnanna sveitarfélagsins.
Vinna þarf áætlanir fyrir öll byggðasamlög og samstarfsverkefni sem sveitarfélagið er aðila að og gera ráð fyrir þeim í áætlunum sveitarfélagsins. Sjálfur sit ég í fjárhagsnefnd Hérðasnefndar Árnessýslu en nefndin er þessa dagana að fara yfir tillögur að áætlunum þeirra stofnanna sem undir hana heyra.
Stefnt er að fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Flóahrepps á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar í byrjun næsta mánaðar.