Í Flóanum |
||
24.10.2010 07:29AtvinnustarfsemiÞrátt fyrir að Flóahreppur sé ekki ýkja stórt sveitarfélag og innan þess sé ekkert þéttbýli er atvinnustarfsemin sem hér er stunduð bísna fjörbreytt. Það sem helst einkennir atvinnuífið er hátt hlutfall íbúa sem er í einhverskonar rekstri. Yfirleitt er um að ræða tiltölulega lítil fyrirtæki með fáa starfsmenn en viðfangsefnin eru mörg. Fyrr í þessum mánuði fóru fulltrúar í sveitarstjórn og í atvinnu-og umhverfisnefnd sveitarfélagsins í heimsókn á nokkra vinnustaði í Flóahreppi. Rætt var við eigendur og starfsmenn sem kynntu þá starfsemi sem fram fer á hverjum stað. Allstaðar var okkur mjög vel tekið og dagurinn var bæði skemmtilegur og fræðandi. Komið var á eftirfarandi staði: fangelsið að Bitru, Formax/Paralamp vélsmiðja í Gegnishólaparti, Sveitabúðin Sóley og ferðaþjónusta í Tungu, fjósið í Gerðum, ferðaþjónusta og heildverslun í Vatnsholti og Brugghúsið í Ölvisholti. Það var athyglivert að heyra hvernig margir þessir aðilar hafa brugðist við því efnahagsástandi og hruni sem orðið hefur. Það skiptið sköpum í öllum rekstri að geta brugðist við breyttum aðstæðum fljótt og vel. Þannig hafa sumir hverjir þurft að gjörbreyta sínum rekstri. Fyrir ekki svo mörgum árum síðan var hér á þessu svæði fyrst og fremst stundaður hefðbundinn landbúnaður. Hann gegnir ennþá mikilvægu hlutverki í atvinnumálum Flóahrepps. Þó að það hlutfall íbúa sem hefur atvinnu af landbúnaði hafi lækkað mikið hefur framleiðsla á landbúnaðarvörum ekki dregist saman á svæðinu. Af sveitarfélögunum í Árnessýslu er fjöldi nautgripa og hrossa mest í Flóahreppi og töluvert er af sauðfé. Hér er heildar uppskera heys og korns einnig með því mesta af einstökum sveitarfélögnum í sýslunni. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is