Á föstudaginn var vígsluhátíð fyrir nýju viðbygginguna við Flóaskóla haldin. Íbúar sveitarfélagsins og aðrir velunnarar skólans fölmenntu. Fólk var í hátíðarskapi.


Margrét sveitastjóri stjórnaði samkomunni. Flutt voru ávörp og nemendur skólans voru með tónlistaratriði þess á milli. Boðið var upp á kaffiveitingar og gestum gafst kostur á að fara um skólan og skoða bygginguna.


Elín Höskuldsdóttir formaður fræðslunefndar rakti aðdraganda þess að ráðist er í þessa stækkun á skólanum. Hún rakti þessa sögu allt frá því að ákvörðun var tekin um að sameina þrjá fámenna skóla í Flóanum í einn skóla og hvernig fræðsluyfirvöld á svæðinu og íbúar svæðisins unnu saman að þeirri ákvörðun. Hún sagði frá íbúaþingi sem fræðslunefnd hélt vorið 2008 þar sem skýr vilji kom fram um að stofna unglingadeild við Flóaskóla og gera hann að heildstæðum grunnskóla fyrir alla 10 bekkina.


Kristín Sigurðardóttir skólastjóri sagði m.a. í sínu ávarpi frá því hvernig skólastarfið í Flóaskóla hefur vaxið og dafnað. Hún sagði frá því hvernig samfélagið og skólinn vinna saman að menntun og uppeldi barnanna og unglinganna. Hún lýsti þeirri aðsöðu sem skólinn bjó við og þeirri breytingu á aðstöðu bæði kennara og nemenda sem viðbyggingin hefur í för með sér.

Sjálfur flutti ég eftirfarandi ávarp:
Góðir gestir, gleðilega hátíð
Það er vissulega tilefni til þess að halda hátíð í dag þegar við vígjum þessa viðbyggingu hér við Flóaskóla.
Það var stór ákvörðun hjá sveitarfélaginu Flóahrepp að ráðasta í jafn viðamikla framkvæmd eins og þessi viðbygging er. Íbúaþróun hér síðustu ár hefur verið með þeim hætti að skólahúsnæðið var orðið of lítið og þrengsli nemenda og starfsmanna voru orðin mikil með þeirri starfsemi sam hér var þ.e. 1. til 7. bekkur grunnskólans
Það sýndi bæði metnað og þor íbúa sveitarfélagsins að vilja stækka skólan meira og starfrækja hér skóla fyrir alla bekki grunnskólans. Til þess að meta möguleika Flóahrepps á að fara í þessar breytingar skipaði sveitarstjórn stýrihóp í byrjun sumars 2008 sem hafði það verkefni að gera þarfagreiningu og vinna tillögur að staðsetningu og fyrirkomulagi við uppbyggingu skólamála í sveitarfélaginu.
Stýrihópurinn lét gera úttekt á þeim byggingum sem fyrir voru á svæðinu með tillit til þess hvernig þær gætu nýst sem best í framtíðinni. Sérstaklega var horft til þess hvort það borgaði sig að breyta eldri byggingum á einhvern hátt m.a.elsta skólahúsnæðinu og félagsheimilinu Þjórsárveri svo þær byggingar nýttust betur fyrir skólastarfið.
Niðurstaðan úr þessari vinnu var að hagkvæmast væri og best að nýta eldri byggingarnar nánast lítið breyttar en leggja áherslu á að byggja við það sem upp á vantar. Vegna aðstæðna á svæðinu og með framtíðarnýtingu þess í huga fyrir skóla- og íþróttastarfsemi var lagt til að reisa viðbyggingu á tveimur hæðum við skólann samtals um 1100 fermetra.
Þessi undirbúningsvinna var að mínu mati mjög vel unnin og grundvöllur að því hvað hér hefur gengið hratt og vel að koma þessarri bygginu upp og í notkunn. Strax í upphafi þessara vinnu var gengið út frá því að nýta allt fjármagn sem í uppbyggingu færi sem allra best fyrir þá starfsemi sem fram á að fara í skólanum.
Á grundvelli þessa undirbúning var leitað eftir verðhugmyndum í hönnun viðbyggingu. Jón Friðrik Matthíasson hjá teikistofunni M2 var ráðinn í verkið. Jón Friðrik var mjög áhugasamur fyrir markmiðum okkar og hefur hannað hér glæsilegan skóla sem reyndist hagkvæmur í byggingu.
Strax og frumhönnun var tilbúin auglýsti Flóahreppur eftir samstarfsaðilum meðal byggingaverktaka. Hugmyndin með því var að leita eftir þeirra hugmyndum um hvernig hagkvæmast og best væri að byggja. Nokkur fjöldi verktaka lagði fram verðhugmyndir og tillögur að byggingaefni og á grundvelli þeirra var gengið til samninga við verktakafyrirtækið Smíðanda.
Það var sem sagt ekki farin hin hefðbundna útboðsleið. Markmiðið með því var fyrst og fremst að leiða alla aðila sem fyrst að borðinu og gera allt verkefnið að samstarfsverkefni allra þ.e. bæði hönnuða, verktaka og verkkaupa. Þannig var verkinu ekki stillt þannig upp að verktakinn vinni verkið á grundvelli útboðsgagna sem verkkaupinn kaupir hjá einhverjum hönnuðum heldur er verkið unnið á grundvelli byggingalýsingar sem í reynd var samningatriði milli verktaka og verkkaupa og þeir báðir sáttir við.
Framkvæmdir hófust í byjun ágúst 2009 þegar Kristín skólastjóri tók fyrstu skóflustunguna. Síðan þá hafa verkáætlanir að mestu gengið eftir. Byggingin var tekin í notkunn núna þegar skóli hófst í ágúst s.l. rétt rúmu ári eftir að framkvæmdir hófust.
Samstarf við alla sem að byggingunni hafa komið bæði aðalverktaka, undirverkataka og annarra verktaka hefur gengið mjög vel og vil ég sérstaklega þakka öllum þessum aðilum fyrir þeirra hlut í þessu glæsilega húsi.
Það var í reynd ekki fyrr en verðhugmyndir verktaka lágu fyrir í fyrra sumar að endanleg ákvörðun sveitarstjórnar um að fara í þessa framkvæmd var tekin. Þá fyrst var hægt að sjá hvernig fjárhagsdæmið gæti litið út og meta bolmagn Flóahrepps til að fara í jafn viðamikla framkvæmd.
Í áætlunum Flóahrepps var gert ráð fyrir að framkvæmir myndu kosta allt 240 millj. Það var reyndar töluvert lægri upphæð en í fyrstu voru nefndar sem tóku mið af meðalkostnaði í byggingu skólahúsnæðis. Við töldum aftur ámóti að vegna ýmissa hagstæðra skilyrða núna og með því að nálgast verkið á þennan hátt sem ég hef lýst væri hægt að gera þetta á hagkvæmari hátt.
Í dag er heildarkostnaður við allar þessar framkvæmdir kominn í um 200 millj. Inn í þeirri upphæð er allur búnaður sem keyptur hefur verið í nýbygginguna, heilmiklar framkvæmdir við bílastæði skólans, allur frágangur á lóðinni og breytingar sem gerðar voru í elstahluta skólans.
Vegna sameiningar sveitarfélaga á síðasta kjörtímabila kemur Jöfnunarsjóður sveitarfélaga að þessari framkvæmd. Jöfnunarsjóðnum er ætlað að styrkja uppbyggingu á innviðum nýsameinaðra sveitarfélaga og hefur til þess sérstakt fjármagn. Hlutur Jöfnunarsjóðs í þessari framkvæmd er um 70 millj. Sveitarfélagið greiðir annan kostnað sem er þá u.þ.b. 130 millj, Engin lán hafa verið tekin og verða tekin vegna þessarra framkvæmda.
Það er mín skoðun að það hafa verið miki gæfa fyrir þetta samfélag hér þegar sveitarfélögin þrú sem hér störfuðu áður, þar sem nú heitir Flóahreppur, ákváðu að sameina skólana þrjá og stofna Flóaskóla. Það var hreint ekki einföld ákvörðun á þeim tíma en að henni var vel staðið á allan hátt.
Það starfsfólk sem hér hefur unnið frá stofnun skólans undir stjórn Kristínar skólastjóra hefur unnið hér mjög gott starf og skapað traust hér í samfélaginu á skólanum. Ég er sannfærður um það að skólastarfið byggir fyrst og fremst á hæfni og kunnátti kennara og annarra stafsmanna skólans. Verkefnin eru jafn krefjandi í þessum skóla eins og öllum öðrum skólum.
Því er mikilvægt að skapa góða vinnuaðstæður fyrir bæði nemendur og kennarar sem og annað starfsfólk skólans. Sveitarstjórn Flóahrepps hefur fyrst og fremst haft það að leiðarljósi og það er með mikilli ánægu sem ég fyrir hönd sveitarstjórnar afhendi ykkur sem hér nemið og starfið, í nútíð og framtíð, þessa viðbyggingu.