Í Flóanum |
||
05.11.2010 07:30FlóaáveitanNú eru að hefjast framkvæmdir við endurbætur á vegslóða sem liggur að Flóðgáttinni á Brúnastaðaflötum. Markmiðið með því er að auka aðgengi að þessu merka mannvirki og gefa sem flestum kost á að skoða það. Flóðgáttin var tekin í notkunn árið 1927 þegar Flóaáveitan tók til starfa. Hún gegnir enn viðamiklu hlutverki í vatnsmiðlun í sveitarfélaginu. Flóaáveitan var mikið stórvirki á sínum tíma en framkvæmdir við hana hófust vorið 1922. Flóaáveitan mun hafa náð yfir 12 þúsund hektara land og með tilkomu hennar á sínum tíma urðu mikil umskipti í búskap og atvinnuháttum í Flóanum. Það er með ólýkindum hvað fólk á þessum tíma bjó yfir mikilli þekkingu, bjartsýni og elju að leggja út í jafn stórkostlegar framkvæmdir með þess tíma verkfærum. Nú er ekki eins og þetta hafi verið áhættulaust. Þetta var ekki fyrsta áveitan sem gerð var og árangur gat verið misjafn. Ómæld vinna var lögð í þetta og miklum fjármunum var varið í verkefnið. Lán voru tekin með veðum í jörðunum. Samtímis og í kjölfar framkvæmda við Flóaáveituna var farið að huga að hagnýtingu á grasaukanum sem varð með tilkomu hennar. Farið var að leggja bílvegi um Flóann og huga að stofnum Mjólkurbús Flóamanna til þess að taka við og koma á markað mjólkinni sem framleidd yrði á ört stækkandi búunum . Í fyrstu var um stóraukinn engjaheyskap að ræða en með því að veita jökulvatnu á engarnar á vorin virkaði það eins og áburður á grösin. Skurðakerfi áveitunnar reyndist svo einnig grundvöllur túnræktar í stórum hluta Flóans og er svo raunin ennþá í dag. Það er ljóst að þessi framkvæmd orsakaði gríðaleg umhverfisáhrif hér í Flóanum. Hún hafði mikil áhrif á gróður, dýralíf og mannlíf svæðisins. Hvort þessar breytingar væru taldar til bóta í umhverfismati nútímans veit ég ekki en þær eru undirstaðan í fjölbreyttri náttúru og atvinnu-og mannlífinu sem nú er hér að finna. Við Jón í Lyngholti tókum hluta úr degi í síðasta mánuði í að fara ríðandi að Flóðgáttinni. Þetta var síðasti reiðtúrinn okkar á þessu hausti. Nú er búið að draga undan hrossunum og sleppa þeim. Við fórum héðan um hádegi. Fórum um land Hurðarbaks og að Neistastöðum. Þaðan upp vegin að Brúnastöðum að stóra áveituskurðinum (Vélskurðinum). Þaðan eftir skurðbakkanum austanmegin að Flóðgáttinni. Það er einmitt á þessum skurðbakkanum sem verið er að endurbæta vegslóðan svo hægt verði að fara þessa leið á bíl. Alls er þessi slóði eitthvað á þriðja kílómeter.
Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is