Í Flóanum |
||
08.11.2010 07:29StútungasagaLeikdeild Umf. Vöku stóð fyrir hópferð héðan úr Flóanum á leiksýningu Leikfélags Ölfus á "Stútungasögu" í Þorlákshöfn á laugardagskvöldið. Ferðin var hin besta skemmtun og sýningin frábær. Ungmennfélögin þrjú í Flóahreppi tóku sig saman vorið 2005 og æfðu þetta leikrit. Ekki man ég lengur hvað sýningar voru margar en það var sýnt þó nokkru sinnum og á nokkrum stöðum. Hér í Flóanum var leikritið bæði sýnt í Þjórsárveri og í Þingborg. Svo var einnig farið í leikferð austur í Rangárvallasýslu og vestur á land. Sýnt var í Hvolnum á Hvolsvelli og í Brautartungu í Lundareykjadal. Það er töluverður fjöldi leikara sem þarf í þessa sýning. Það myndast góð stemming í góðum hóp sem tekst á við jafn krefjandi verkefni eins og að setja upp leikrit. Fyrir þá sem tóku þátt í þessu fyrir fimm árum hefur þessi ferð til Þorlákshafnar verið skemmtileg upprifjun. Ég hvet alla til þess að sjá þessa sýningu. Leikritið er stórskemmtilegt og húmorin óborganlegur. Leikara fóru á kostum og vil ég þakka Leikfélagi Ölfus fyrir fábæra skemmtun.![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is