Í Flóanum |
||
18.11.2010 07:27Að spara aurinn en henda krónunni....Í tekjusamdrætti er mikilvægt í öllum reksrtri að bregðast strax við og sníða sér stakk eftir vexti. Þetta á einnig við í opinberum rekstri. Bæði ríki og sveitarfélögin í landinu hafa verið að fást við það verkefni. Til þess að ná árangri þarf að ganga þannig til verks að niðurskurður á einum stað verði ekki til þess að meiri kostnaður verði til annars staðar í kerfinu. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til umræðu á Alþingi er gert ráð fyrir miklum niðurskurði heilbrigðisgeiranum. Alls skilst mér að eigi að draga saman í þessum málaflokki um 4 til 5%. Á stjórnarfundi hjá SASS í síðustu viku voru málefni Heilbrigðisstofunnar Suðurlands (Hsu) til umræðu. Magnús Skúlason forstjóri stofunnarinnar var gestur fundarins. Hsu er gert í fjárlagafrumvarpinu að skera niður kostnað hjá sér um 412,5 milljónir kr. á næsta ári. Þessu á fyrst og fremst að ná með niðurskurði á sjúkrahúsa- og sérfræðiþjónustu stofnunarinnar. Á þessu ári nema fjárveitingar til þessarra starfsemi hjá Hsu 863,3 m.kr. Ef skera þarf niður um rúmar 412 m.kr. er ljóst að það er nánast verið að leggja starfsemina niður. Þessu hafa sunnlendingar mótmælt kröftulega með undirskriftalista rúmlega 10 þús einstaklinga. Nú er það svo að þörfin fyrir þessa þjónustu leggst ekki niður enda er ekki verið að tala um það. Þjónustan mun flytjast annað og þá væntanlega á Landspítalann og á læknastofur á höfðuðborgarsvæðinu. Gróflega áætlaður kostnaður ríkisins við þær breytingar gæti verið þannig: Aukinn kostnaður við sjúkraflutninga þ.e. frá Self. til Rvík: 50 - 100 millj Aukin heimahjúkrun; u.þ.b. 50 millj. Aukin heimaþjónusta ljósmæðra: u.þ.b. 10 millj. Aukin þjónusta ljósmæðra á LSH í Rvík: u.þ.b 10 millj. Flytjist 10.þús legudagar frá Hsu til LSH má gera ráð fyrir útgjaldaaukningu hjá LSH um 500 millj. Því til frádráttar gæti komið áður áætlaður aukinn kostnaður við heimahjúkrun upp á u.þ.b. 50 millj. Aukinn kostnaður Sjúkratrygginga vegna göngu- og dagdeildarþjónustu sem gera má ráð fyrir að flytjist á læknastofur á höfuðborgarsvæðinu: u.þ.b 65 millj. Samtals gæti kostnaður ríkisins því verið u.þ.b. 635 -685 millj. við það að spara 412,5 millj. í fjárveitingum til Hsu. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is