Í Flóanum

29.11.2010 07:38

Kosningar

Ég get nú ekki sagt að léleg kosningaþátttaka á laugardaginn hafi komið mér á óvart. Sjálfur hef ég ekki miklar væntingar til þessa stjórnlagaþings sem kosið var til. Það er ekki þar með sagt að ég sé á móti því að endurskoða stjórnarskrána og vafalaust er margt í henni sem betur má fara.

Mér finnst það samt ekki vera forgangsverkefni í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Efnahagshrunið var ekki stjórnarskránni að kenna og þau mistök sem vissulaga voru gerð í stjórn þessa lands voru ekki heldur stjórnarskránni að kenna.

Ég hef líka efasemdir um að það að breyta stjórnarskránni hjálpi mikið til við að byggja upp "hið nýja Ísland" sem talað er um. Vonandi hef ég rangt fyrir mér í því efni.

Þessi tilraun sem gerð var með persónukjör finnst mér gjörsamlega hafa mistekist. Útilokað var fyrir kjósendur að kynna sér til hlítar skoðanir og stefni allra frambjóðenda. Málefnaumræða var sáralítil.  Frambjóðendur höfðu lítil tækifæri til þess að koma sínum sjónamiðum að.

Persónukjör eins og þetta verður varla lýðræðislegar en listakosningar. Niðurstaða úr svona kosningu getur orðið bísna einsleit og í raun getur einfaldur meirihluti kjósenda fyrir einhverri niðurstöðu ráðið öllum sætunum sem komast að.  Ég er helst á því að það sé fyrst og fremst hending en ekki einhver vilji þjóðarinnar sem ráði niðurstöðu úr svona kosningu.

Skýringin á þessari afstöðu minni er sjálfsagt bara sú að ég er bæði svartsýnn og geðstirður.emoticon   Það er allavega vonandi að öllu því fjármagni sem hefur verið varið í þessar kosningar og síðan í stjórnlagaþingið í vetur skili sér í áhugaverði tillögu að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin geti sameinast um.

Þrátt fyrir allt þetta tók ég þessar kosningar hátíðlega eins að allar aðrar kosningar. Ég reyndi að fremsta megni að lesa allt sem ég komst yfir um frambjóðendurnar.  Ég verð að viðurkenna að þá sem ég þekkti eitthvað til fyrir var auðveldara að átta sig á.  Ég var engu nær um fjölmarga frambjóðendur og gat því alls ekki kosið þá. Ég gat að endingu pikkað út nokkur nöfn sem ég treysti mér til þess að kjósa.  

.........eða eins og maðurinn sagði einhvers staðar "Guð blessi Ísland"!!

 

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar