Maður hefur varla við að telja barnabörnin núna þessa dagana. Í gærkvöldi fæddist þeim Söndru og Sigmari í Jaðarkoti strákur. Hann er 6. barnabarnið okkar Kolbrúnar.

Það vita það aðeins þeir sem reynt hafa að þegar maður er orðin afi og það sexfaldur afi eins og ég þá finnst manni maður fyrst hafa þroskast eitthvað. Framundan eru líka bæði áhugaverðir og skemmtilegir tímar. Það er ekkert sem mun jafnast á við það að fylgjast með þessum hóp vaxa og dafna. Ég hlakka bara til