Í Flóanum |
||
17.12.2010 20:40SkólaskrifstofanSveitarfélagið Árborg hefur kynnt fyrir samstarfsaðilum sínum áform sín um að segja sig úr Skólaskrifstofu Suðurlands. Forsvarsmenn Árborgar fullyrða að með því náist umtalsverð hagræðing fyrir þá. Sveitarstjórn Árborgar glímir við mjög erfiðan rekstur m.a. vegna mikilla skulda sem á sveitarfélaginu hvílir. Víða er nú skorið niður í rekstri sveitarfélagsins og skipulagsbreytingar eru boðaðar. Sveitarstjórnin í Árborg hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þá þjónustu sem þeir fá frá skólaskrifstofunni geti þeir leyst með ódýrari hætti og hafa því virðað þá hugmynd að hætta þátttöku í rekstri hennar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig þeir reikna þetta út. Skiptar skoðanir eru um það hvort allt sé tekið með í þann reikning. Ef af áformum þessum verður þíðir það verulegar breytingar á rekstri skólaskrifstofunnar og í raun getur það haft áhrif á allt samstarf sveitarfélaga á Suðurlandi. Því er nauðsynlegt bæði fyrir Árborg og öll hin sveitarfélögin að skoða dæmið vel og gera sér fulla grein fyrir því hvaða áhrif þetta mun hafa Ég er þeirra skoðunnar að skólaskrifstofan sé nokkuð vel rekin. Ég dreg í efa að það geti verið hagkvæmara fyrir sveitarfélögin að leysa verkefnin sem hún er að sinna með einhverjum öðrum hætti en að standa saman. Það er með stofnanir eins og skólaskrifstofuna að það er kannski ekki alltaf keppikefli að nota hana frá ári til árs sem allra mest. Hinsvegar er nauðsynlegt fyrir alla sem standa í reksri skóla og/eða leikskóla að geta ávalt tekist á við þau verkefni sem upp koma. Verkefnin geta verið misjöfn milli ára og í öllum skólum koma upp æði krefjandi verkefni. Það er með samstarf sveitarfélaga eins og annað samstarf að allir aðilar samstarfsins þurfa að sjá hag sinn í samstarfinu. Ef Árborg getur ekki komið auga á sinn hag í því að viðhalda þessu samstarfi við flest önnur sveitarfélög á Suðurlandi er ljóst að upp úr samstarfinu hlítur að rakna. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is