Í Flóanum

08.01.2011 07:33

Vegatollar

Innanríkisráðherra boðaði til sín sveitarstjórnarmenn úr Suðurkjördæmi ásamt samgöngunefnd Alþingis á þrettándadegi jóla. Fundarefnið var að ræða stöðu framkvæmda við stofnbrautir á Suðvesturlandi og veggjöld sem hafa verið í umræðunni að undanförnu.

Nokkuð hefur borið á því í þessarri umræðu að fólk virðist oft á tíðum alls ekki vera að ræða sama hlutinn. Ýmist er verið að ræða það að skipta um tekjustofn ríkisins sem fer til vegamála. Í annan stað er verið að ræða það að leggja á sérstakann skatt, eða eins og ráðherran orðaði það "afnotagjöld", á þá sem fara um stofnbrautir út frá höfuðborgarsvæðinu til viðbótar við þau gjöld sem nú þegar eru innheimt af eldsneyti og fer beint til vegamála.

Það eru u.þ.b. 15 til 16 milljarðar sem innheimtist á ári með eldsneytigjaldi og fer það til vegagerðar í landinu öllu.  Þetta gjald er eingöngu innheimt af bensíni og díselolíu sem selt er á bíla. Ýmsir hafa haft af því áhyggur að þeir sem keyra á öðru eldsneyti eins og metan, rafmagni eða einhverju öðru sleppi við að taka þátt í kostnaði við uppbyggingu vegakerfisins. Þar sem stefna er að auka notkunn á öðru eldsneyti  sem mengar minna og draga úr notkunn á bensíni og olíu virðist sem þessi tekjustofn sé að verða ónýtur. 

Því er það að nú um einhvert skeið hafa menn verið að velta fyrir sér að taka í staðinn upp gjaldheimtu af bifreiðaeigendum sem tekur mið af notkunn þeirra á þjóðvegunum. Hugmyndin er að þetta verði mælt með sérstökum búnaði í bílunum sem styðst við GPS gerfihnattakerfið. Þeir sem tala fyrir þessari breytingu benda einnig á að með þessu kerfi er hægt að vera með allslags afslætti og kjör sem ekki er hægt með eldsneytisgjaldinu. Þar borga menn bara í réttu hlutfalli við keypt magn af eldsneyti en með nýju kerfi væri t.d. hægt að veita þeim afslátt sem þurfa að keyra mikið vegna vinnu eða náms og eins þeim sem fara um sérstaka slæma vegi. Mér sýnist það reyndar geta þá átt við um marga vegi hér í Flóahreppi.emoticon

Þetta er ekki það sem nú er verið að ræða í sambandi við framkvæmdir við tvöföldum á vegum út frá Reykjavík. Þar eru menn að tala um að það verði innheimt sérstakt gjald eingöngu af þeim sem fara um þessa vegi og það í viðbót við það sem þeir borga nú þegar í eldsneytisgjöldum. Það hefur reyndar komið skýrt fram hjá ráðherra að ekki verði farið í þessar framkvæmdir nema að hægt verði að fjármagna þær sérstaklega.

Margir hafa sett fram mótmæli við þessu m.a. margar sveitarstjórnir og þ.á.m. sveitarstjórn Flóahrepps og einnig stjórn SASS. Það er útilokað að réttlæta það að þeir vegfarendur sem nota þessa vegi eigi einir að greiða tvöfallt gjald til vegagerðar en aðrir ekki.  Ef að það á að auka skattheimtu til vegagerðar er grundvallaratriði að sú viðbót komi sem jafnast á alla sem nota vegina.

Ég geri mér allveg grein fyrir því að ríkissjóður er févana og það hefur áhrif á getu til þess að fara í miklar vegaframkvæmdir.  Nú fyrst staðan er þannig getur verið nauðsynlegt að endurmeta stöðuna. Nú þegar hefur t.d. verið ákveðið í sambandi vð suðurlandsveginn að minka þá framkvæmd frá því sem stefn var að og notast við svo kallaðan 2+1 veg um Svínahraun og Hellisheiði. Það getur líka verið nauðsynlegt að áfangaskipa verkinu meira. Það á auðvita þá líka við um allar aðrar vegaframkvæmdir í landinu.

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar