Í Flóanum

23.01.2011 07:34

Þorrinn

Þorrinn byrjar með hlýindum og rigninu.  Mér finnst nú þannig veður í skammdeginu ekki neitt spennandi en góðu fréttirnar eru samt þær að jarðklakinn sem kominn er lætur undan og ekki þarf að eyða peningum almennings í snjómokstur á meðan hann ringnir. 

Það er nú orðið nokkuð langt síðan hér hefur komið alvöru jarðklaki. Í frostunum um daginn hér á auða jörð rifjaðist það upp fyrir mér hvernig vorverkin gengu fyrir sig (eða gengu ekki) þegar klakinn var ekki farinn úr jörðinni fyrr en komið var fram í júní eins og ég man dæmi um.

Maður er nú ekkert að rifja slíkar raunir upp á meðan það er 5 til 10 stiga hiti og rigning. Þá ergir maður sig mikið frekar á bleytunni og drullunni sem allstaðar veðst upp. Malarvegirnir í Flóahreppi, sem eru nú æði langir, eru nánast að verða ófærir í þessu tíðarfari. Einnig er vont að komast um til þess að gegna hrossum úti því allstaðar veðst jörð upp í bleytunni.

Þrátt fyrir það að nóg er af verkefnum til þess að fást við bæði hér heima og í sveitarstjórnarmálunum hef ég gefið mér nokkrum sinnum tíma til þess að fara á hestbak. Við járnuðuðum hér á milli jóla og nýárs og höfum síðan þá verið að skreppa á bak.

Eins og stundum vill verða með hestamenn þá er farið að velta fyrir sér hrossaviðskiptum. Frekar vill það nú verða til þess að hrossunum fjölgi. Um síðustu helgi fór ég með Jóni tengdasyni upp í Landsveit og sóttum við hest sem hann var þar að kaupa.

Við erum einnig að gera okkur vonir um að það komi hér folöld í vor en það hefur ekki fæðst hér folald síðan hún Þúfa fæddist sumarið 2003

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar