Í Flóanum |
||
25.01.2011 07:28ViðhaldiðÞað er gömul saga og ný að alltaf er nauðsynlegt að sinna viðhaldinu vel. Fjósið hér er byggt fyrir rúmlega 25 árum og þó að vandað hafi verið til verka í upphafi fer ekki hjá því að kominn er tími á ýmis viðhaldverkefni. Eitt af því sem hefur verið að bila í fjósinu eru steinbitarnir í gólfinu. Borið hefur á því að steypan hefur sprungið frá járnunum í bitunum og þeir molnað. Þetta hefur valdið slysahættu í fjósinu og því nauðsynlegt að bregðast við á einhvern hátt. Nú er svo komið að ekki duga lengur neinar bráðabirgða viðgerðir á bitunum. Nauðsynlegt er að skipta um gólfið í allstórum hluta af fjósinu. Hefur það verið eitt af okkar verkefnum í vetur meðfram öðrum verkum sem verið er að sinna. Til þess að skipta um gólfið þarf að byrja á því að saga eldra gólfið upp og koma því út. Í það verk fjárfestum við í gamalli steinsög. Við fengum síðan lánaðann lítinn rafmagnslyftara sem hægt er að læðast með inn um fjós. Gömlu bitarnir voru síðan sagaðir í hæfilaga stóra búta sem lyftarinn gat ráðið við og þeir keyrðir út. Keyptir voru nýjir steinbitar í fjósið. Þeir eru innfluttir frá Hollandi og eru í rúmlega 3 fermetra einingum og engin léttavara. Þar sem ekki er nú einfalt að koma við stórvirkum verkfærum inn í fjósi og lofthæðin gefur ekki tilefni til þass að vinna með krana varð að grípa til annarra ráða við að koma bitunum á sinn stað. Sigmar smíðaði því sérstakt flutningstæki úr gamalli brettatrillu, tveimur fólksbílahjólnáum, vatnsrörum, einum glussatjakk, lítilli vökvadælu og 4 metrum af stálvír. Þetta verkfæri dugði vel. Við sjáum nú fyrir endan á því að koma nýju bitunum fyrir í þessum áfanga sem við tókum fyrir í vetur. Þetta eru rúmlega 50 fermetrar sem við erum að skipta um núna. Stefnt er að því að taka meira síðar á þessu ári.
Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is