Í Flóanum |
||
27.02.2011 07:44LeiksýnigLeikdeild Ungmennfélagsins Vöku frumsýndi í Þjórsárveri tvo stutta gamanþætti síðast liðið föstudagskvöldið. Þetta eru leikverkin "Á þriðju hæð" eftir Vilhelm Mejo og "Amor ber að dyrum" eftir Georg Falk. Leikstjóri er heimamaðurinn Þorsteinn Logi Einarsson í Egilsstaðakoti. Ég mætti að sjálfsögðu og skemmti mér konunglega. Alls verða fjórar sýningar á þessum verkum og allar í Þjórsárveri. Önnur sýning var í gærkvöldi fyrir fullu húsi. Tvær sýningar verða svo á laugardaginn kemur 5,mars. Sú fyrri kl. 15:00 og hin síðari kl 22:00. Það er full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að sjá þetta. Starfsemi leikdeildarinnar er búin að vera mjög öflug frá upphafi. Hvert stórvirkið hefur rekið annað hjá deildinni. Hún var stofnuð 2003 í tengslum við uppsetningu á Gullna hliðinu. Síðan þá hafa verkefnin verið æði mörg og af margvíslegum toga. Árin 2005, 2007 og 2009 var unnið í samstarfi við hin ungemnnafélögin Í Flóahreppi. Þá voru sett upp stór leikverk með fjölda leikenda úr öllum félögunum. Þess á milli hefur leikdeildin sett upp minni verk og staðið fyrir námskeiðum. Það er ánægulegt að sjá núna unga og mjög efnilega leikara taka þátt í sýningu hjá deildinni fyrsta sinn. Þeir ásamt þrautreyndum leikurum deildarinnar fara hreint á kostum í þessari sýningu. Það er styrkur leikdeildarinnar hvað margir félagsmenn standa að baki verkefnum hennar. Í hverju verki koma fram nýir leikarar ásamt því sem reynsla hinna nýtist áfram í starfseminni. Ég þakka kærlega fyrir skemmtunina. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is