Í Flóanum |
||
05.04.2011 07:41FélagsþjónustanÞó félagsþjónustan sé ekki hlutfallslega stór málaflokkur hjá sveitarfélaginu er um afskaplegan mikilvægan málaflokk að ræða. Það er mikilvægt að öll félagsleg aðstoð sé markviss og að henni sé unnið á faglegan hátt. Hún á að standa þeim til boða sem hennar þarfnast en öðrum ekki. Hún þarf alltaf að vara til staðar hvernig sem árar. Frá því að Flóahreppur varð til fyrir tæplega fimm árum hefur markvisst verið unnið að því að efla samstarf við önnur sveitarfélög um þessi mál. Í fyrstu var reynt að efna til samstarfs með Sveitarfélaginu Árborg á grundvelli samnings sem gömlu hrepparnir höfðu gert árið 2005 við þáverandi sveitarstjórn Árborgar. Það samstarf gekk hinsvegar ekki upp þar sem Árborg treysti sér ekki til þess að standa við þann hluta samkomulagsins sem kvað á um að gerður yrði þjónustusamningur sem tryggði Flóahrepp aðgang að sérfræðingum fjölskyldumiðstöðvar Árborgar í málefnum íbúa Flóahrepps. Það var lykilatriði fyrir Flóahrepp í samstarfinu og var því þessu samstarfi slitið og leitað annað. Frá því seint á árinu 2007 hefur Flóahreppur verið í samstarfi við uppsveitir Árnessýslu um þennan málaflokk. Sveitarfélögin sem eru fimm talsins hafa verið með sameiginlegan Félagsmálastjóra sem sinnt hefur þessum málum á öllu svæðinu. Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og skipti að mínu mati alveg sköpum hér í þvi að efla faglega vinnu við þessi mál. Það má hinsvegar alltaf gera betur og nú í vetur hefur verið í gangi vinna við að skoða möguleika á enn meira samstarfi við fleiri sveitarfélög. Markmiðið er að efla og styrkja félagsþjónustuna á svæðinu öllu. Undanfarnar vikur hafa sveitarfélögin í Ölfusi og í Hveragerði verið í viðræðum við okkur um þetta. Bæði í Þorlákshöfn og í Hveragerði eru Félagsmálastjórar sem sinna þessum málum í sínum sveitarfélögum. Nú er verið að skoða hagkvæmni þess að sameina þessi þrjú embætti í eitt en vera með fleiri félagsráðgjafa sem sinna verkefnum á hverjum stað. Markmiðið er að geta sinnt skjólstæðingum þjónustunnar á svæðinu öllu betur. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is