Í Flóanum |
||
06.05.2011 21:46FolaldVorið er skemmtilegur tími. ![]() Maður bíður allan veturinn eftir því og hlakkar til að takast á við vorverkin. Samt er það alltaf svo að þegar vorið brestur á virðist tíminn alltaf allt of knappur. Maður fyllist örvæntingu um að allt sem maður vill og þarf að gera strax komist ekki í verk nógu tímalega. ![]() Þessa dagana er allt kapp lagt á að vinna þá akra sem ætlunin er að sá korni í. Hér er hugmyndin að sá grasfræi í hluta akranna með bygginu. Nauðsynlegt er því að jafna endanlega í flaginu og ganga þannig frá að úr geti orðið góð tún. Þessi vinna hvílir nú kannski ekki mikið á mínum herðun nú orðið. Það er aðallega Sigmar sem sér um þetta. Kristinn tengdasonur hefur einnig verið drjúgur í þessum með honum þegar hefðbundum vinnudegi er lokið hjá honum. Sjálfur reyni ég að komast í þetta með þeim þegar færi gefst. Tók i vikunni, suma dagana, nokkra klukkutíma á jarðýtunni. ![]() Sauðburður er einnig hafinn. Sú fyrsta bar á miðvikudagskvöldið. Seinna sama kvöld þegar ég var að kom heim af sveitarstjórnarfundi rétt eftir miðnætti voru tvær í viðbót að byrja að bera. Eitthvað gekk það ekki nógu vel en með minni hjálp eru nú hér komin þrjú lifandi lömb undan þrem ám. Ég vonast til að ég fá nú fleiri lömb til nytja eftir hverja á en þetta þegar upp er staðið. Í dag kastaði svo gráa merin hennar Erlu Björg, hún Pandóra og kom með brúnt hestfolald. Það er nú orðið ansi langt síðan hér hafa fæðst folöld og tilhlökkun var mikil. Sjálfur var ég á Héraðsnefndarfundi í morgun þegar merin kastaði en Kolbrún tók þessar myndir af hestinum nokkurra mínútna gömlum. Börnin í Jaðarkoti og Lyngholti hafa svo í dag komið að heilsa upp á nýjasta gæðingsefnið á bænum. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is