Í Flóanum

21.05.2011 07:35

Vorhret

Það andar köldu þessa dagana. Gróðri fer ekkert fram og sumarið lætur bíða eftir sér. Víða um land eru bændur að fást við allt lambfé enn á húsi. Það er slydda eða jafnvel snjókoma sumstaðar og færð spillist.

Hér í Flóanum er þetta reyndar ekki svona slæmt. Vissulega er kalt og gróður er í engri framför. Það væsir samt ekkert um lamféð úti og grasið var orðið það mikið að nóg er að bíta. Það er reyndar bölvað rok en þó Flóinn sé flatur má víða finna einhvert skjól fyrir noðangarranum. emoticon

Það sem ég held að helst valdi tjóni hér er þurkurinn. Hann fer ekki vel með flög sem eru í vinnslu og ekki búið að sá í og valtra. Rakinn í yfirborðinu sem er fræunum nauðsynlegum til þess að spíra tapast allveg. Ef vorið og sumarið verður eins þurrt og síðustu sumur getur það skipt sköpum að sá í rakann og nýunnin jarðveginn.

Það þarf ekki að koma á óvart að það geri einhvert vorhret. Þetta er ekki fyrsta skipti sem það kemur fyrir. Ég held nú reyndar að það sé frekar algengara en hitt. Það er bara misjafnt hvað það er mikið og stendur lengi yfir. Alltaf gengur það yfir og það kemur sumar aftur.emoticon

Það er ólán þegar vorhretið hrekkur ofaní kok á manni með tilheyrandi hálsbólgu og kvefi. Það gekk nú svo til með mig að þessu sinni. Það svo að á tímabili missti ég allveg röddina. Ekki held ég að það hafi neitt verið til skaða og engan vegin víst að ég hefði sagt neitt að vita á meðan á því stóð.

Jón í Lyngholti reyndi að halda uppi samræðum við mig á miðvikudagskvöldið en varð frá að hverfa. Nú er röddin að koma aftur og ég hef trú á að við Jón eigum eftir að spjalla saman í framtíðinni. emoticon     

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar