Í Flóanum |
||
26.05.2011 07:32VorhátíðOkkur hjónum var boðið á vorhátíð í gær. Það voru barnabörnin okkar sem eru í leikskólanum "Krakkaborg" hér í sveit sem buðu okkur á Vorhátíð Krakkaborgar. Sérstaklega bauð hún Aldís í Jaðarkoti okkur, en á hátiðinni útskrifaðist hún úr leikskólanum. Hún er sem kunnugt er að fara að hefja nám við Flóaskóla næsta haust og sannarlega um stóran áfanga hjá henni að ræða. Dagskrá hátíðarinnar var bæði metnaðarfull og krefjandi. Hjalti Geir í Lyngholti og Aldís sungu með kór skólans "Regnbogakórnum" og léku undir á trommur. Arnór í Jaðarkoti lék í leikritinu "Lúlli fær heimsókn" ásamt börnunum sem eru með honum á deild í leikskólanum. Kolbrún Katla í Lyngholti sem er nú fyrir löngu síðan hætt í leikskóla tók einnig þátt í dagskránni. Nokkrir fyrrverandi nemedur leikskólans og núverandi nemendur í Tónlistaskólanum spiluðu á hljóðfæri í upphafi hátiðarinnar. Ég er sannfærður um að í leikskólanum er verið að vinna mjög gott starf. Þar er öflugt starfsfólk sem hefur metnað fyrir því sem það er að gera. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is