Í Flóanum

29.05.2011 07:35

Nú er.... Fjör í Flóanum

Nú um helgina stendur yfir fjölskyldu- og menningarhátíðin Fjör í Flóa hér í sveit. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá um allt sveitarfélagið. Fjöldi fólks, bæðið innansveitar og aðrir gestir, hafa verið á ferðinni um sveitina og á ég von á að svo verði einnig í dag. Veðrið er frábært og allir eru í hátíðarskapi.

Hátíðin er skipulögð af rekstrarstjórn félagsheimilanna hér í Flóahreppi. Hátíðin hefur verið árviss viðburður síðan 2005. Hún byrjaði sem samstarfsverkefni þriggja félagsheimila í þremur sveitarfélögum og var einn af mörgum undanförum að sameiningu sveitarfélaganna hér.

Dagskrá hátíðarinnar má sjá á heimasíðu Flóahrepps www.floahreppur.is. Hún er bæði fjölbreytt og metnaðarfull. Ástæða er til að þakka rekstrarastjórninni fyrir glæsilega hátíð og hvetja fólk til þess að líta á það sem boðið er upp á. emoticon

Flettingar í dag: 253
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 315
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 307706
Samtals gestir: 45651
Tölur uppfærðar: 20.8.2025 14:53:07
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar