Í Flóanum |
||
02.06.2011 23:00Slett úr klaufunumHér á bæ er það til siðs að þegar kýrna fara fyrst út á vorin er viðhaft allsherjar útkall. Þá eru kallaðir til allir sem vettlingi geta valdið til þess að standa við girðingarnar næst fjósinu. Hættu getur verið á að í takmarkalausri gleði og kátínu hjá kúnum yfir því að komast nú loks út í guðsgræna náttúruna hlaupi þær á girðinguna í ógáti. ![]() Það duga því engir venjulegir skóladagar til svona verka. Megnið af mannskapnum sem hér lifir og hrærist er nefnilega þá upptekin við nám í leikskólanum. Það þótti því tilvalið að taka daginn í dag til þess þar sem allt skólahald lá miðri vegna Uppstigningardags. Enda fyrir löngu orðið tímabært að fara að hleypa kúnum út í vorið. Hér er hluti af mannskapnum mættur og tilbúinn til þess að takast á við verkefnið. Það vill nú svo til að ég er afi þeirra allra sem á myndinni eru, en auk þess var Agnes frænka mín mætt með sína fjölskyldu svo hér var komið mikið lið. Kýrnar voru kátar yfir þessu og slettu vel úr klaufunum. Veðrið var ákjósanlegt í morgun. Blíðu veður en lítið sólskin. Eins stundum vill verða þegar mannskapur kemur saman til einhverra verka eins og t.d. hér áður fyrr á góðum steypudögum eða á réttardaginn myndast góð stemming. Að loknu verkinu er haldið áfram að skemmta sér saman. Það varð raunin hér í morgun og skellti mannskapurinn sér í útreiðartúr þegar búið var að líta eftir kúnum. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is