Í Flóanum

29.06.2011 23:21

Heyskapur

Þessa dagana er verið að fást við heyskap hér á bæ. Sláttur hófst s.l. laugardag. Mér finnst ekki verra að hefja slátt á þeim vikudegi (ef það passar ekki illa) eingöngu til þess að viðhalda ákveðinni sérvisku. Það er ákveðið menningarlegt skemmtarverk að útrýma allri sérvisku og hjátrú.

Sigmar rauk til og endurnýjaði rúllusamstæðuna í gær. Hann taldi réttast að nýta sér viðskiptatækifærið sem gafst og skiptu um vél. Hann þarf að hafa trausta vél. Þar sem hann er að rúlla víða en hér á bæ getur verið mikið álag á vélinni þessa daga sem heyskapur stendur sem hæðst.



Ég var að koma inn frá því að raka saman. Síðustu fjörutíu sumur hef ég stundað heyskap af líf og sál. Ýmislegt hefur breyst í tækni og verklagi á þessum árum. Mitt aðalstarf í heyskapnum fyrstu árin var aðallega að raka saman. Dráttarvélin sem þá var notuð í það verk var Massi Ferguson 35X árgerð 1963. Aftan í hann var hengd Banford múgavél. Fyrstu árin sem ég var þátttakandi í heyskapnum var yfirleitt flekknum rakað saman inn að miðju og ýtt jafnóðum saman og gert upp í sæti.

Síðan hefur ýmislegt breyst. Í mörg ár var hér allt bundið í bagga. Eftir að hlaðan var byggð 1977 var farið að heyja u.þ.b. helminginn af heyskapnum í flatgryfjur. Þegar heydreifikerfið kom svo var hætt að binda í bagga og allt þurhey heyjað laust í súgþurkun. Síðan um aldarmót hefur svo eingöngu verið heyjað í rúllur.



Eitt hefur að vísu ekki endilega breyst og fékk ég að reyna það núna áðan. Það er ennþá hægt að raka saman á gamla Massanum sem ég notaði sem mest hér á árum áður. Þó rakstarvélarna hafi stækkað og afköstin aukist margfalt stendur gamli Massinn alltaf fyrir sínu.


Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar