Í Flóanum |
||
15.07.2011 07:33VatnsveitanÞetta sumar virðist ekki vera frábrugðið síðustu sumrum að því leiti að vegna þurrka er jarðvatnsstaða hér mjög lág. Einhvern tíman hefði það nú þótt lýgilegt að ekki væri nóg vatn í Flóanum og sumar eftir sumar einkennist af skorti á ringingu. Vatnslindir þær sem þjónuðu vatnsveitum í Flóanum í hátt í hálfa öld með nokkuð öruggum hætti hafa nú nánast þornað upp fimmta árið í röð. Nú í sumar er samt orðið sú breyting á að búið er að koma upp öflugri tengingu við vatnsveituna á Selfossi þannig að nú er hægt að tryggja vatnsnotendum í Flóahrepp nóg af úrvals vatni. Það er gríðaleg breyting frá því undanfarin sumur sem einkennst hafa að miklum erfiðleikum við að tryggja öllum notendum veitunnar nægt og ómengað vatn. Frá því í fyrra vor hafa staðið yfir umfangmikla framkvæmdir sem miða að þvi að efla og styrkja vatnsveiturnar í tveimur sveitarfélögum þ.e. í Flóahrepp og í sveitarfélaginu Árborg. Framkvæmdir þessar eru gerðar í samræmi við sérstakann samning sem þessi sveitarfélög gerðu sín á milli í fyrra. Þær ganga út á það efla vatnsöflun við Ingólfsfjall, svera upp stofnlagnir að Selfossi og austur úr þorpinu og nýrri stofnlögn frá Selfossi að miðlunargeyminum í Ruddakrók í Flóahreppi. Samningur sveitarfélaganna tryggir Vatnsveitu Flóahrepps vatn frá Árborg þegar þörf er á og í því magni sem á þarf að halda allt að 25 lítum/sek. Þessum framkvæmdum öllum er ekki nærri lokið en búið er að legga stofnlögnina frá Selfossi að Ruddakrók og standsetja dælur á hana og er hún nú komin í fulla notkunn. Hún hefur reynst vel og skipt sköpum fyrir vatnsnotendur í Flóahrepp síðustu vikur. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is