Í Flóanum |
||
25.07.2011 07:21GróðraveðurHún var kærkomin rigningin á gær. Eins og sveitungi minn sagði þá er það orðið eins og að hitta gamlan vin eftir langan tíma loks þegar gerir almennilegt sunnlenskt slagveður. Ég notaði daginn til þess að skreppa skottúr vestur á Snæfellsnes. Ferðafélagarnir voru þeir feðgar í Lyngholti Jón og Hjalti Geir ásamt Baldri bróðir Jóns. Við áttum erindi á bæ vestur í Breiðuvík. Það hætti mikið til að rigna þegar við vorum komnir upp í Hvalfjörð. Þurt var á meðan við keyrðu vestur Borgarfjörð og Mýrarnar og allt þar til við komun Eyja-og Miklaholtshreppinn. Þar tók við alvöru gróðraveður með þéttri súld og þoku allt vestur í Breiðuvík. Þegar við vorum komnir þetta langt vestur á Nesið fannst okkur tilvalið að halda áfram fyrir Jökulinn og til Grundarfjarðar þar sem við stoppuðum í kaffi hjá Ragnari og Guðfinnu á Kverná. Að því loknu var keyrt aftur heim í Flóann. ![]() Gróður hér tók vel við sér í rigningunni í gær. Kornið er nú loks að skríða og háin að spretta. Rígresisakrarnir eru reyndar ansi ræfilslegir og á ég varla von á mikilli uppskeru þar í sumar. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is