Í Flóanum |
||
31.07.2011 09:27VegagerðNú erum við að vinna að vegagerð hér. Það er hann Kristinn tengdasonur minn stendur fyrir þessum framkvæmdum. Verkið hófst á föstudaginn og ætti að fara langt í að klárast í dag. Erla og Kristinn hafa í hyggja að byggja sér íbúðarhús hér. Vegna þess þá létum vinna deiliskipulag hér á jörðinni s.l. vetur. Þar er gert er ráð fyrir nýrri íbúðarhúsalóð hér austur á Bæjarholtinu. Þar sem þannig stóð á að við gátum fengið lánaða beltagröfu yfir helgina og ekki voru neinar aðrar áhugaverðari fyrirætlanir að ræða var drifið í því að leggja veg inn að fyrirhuguðum byggingareit. Er um að ræða ca. 200m heimreið frá veginum að Jaðarkoti. Eftir að Kristinn var búin að ráðfæra sig við Vegagerðina var hafist handa. Ætlunin er að ljúka þessari vegagerð núna þannig það sé búið þegar byggingaframkvæmdir svo hefjast. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is