Í Flóanum |
||
16.08.2011 07:06Sumri hallar...Í norðanáttinni sem nú er hér er ekki alveg laust við það að manni finnist haustið nálgast. Ég vil nú samt halda mig við það að það sé sumar enn. Samt er það nú svo að ýmislegt bendir til þess að það sé nokkuð liðið á það. Töluvert vantar upp á að byggið, sem hér var sáð til í vor, hafi náð næganlegum þroska. Hinsvegar lítur út fyrir að það geti orðið töluvert að magni ef það fær tækifæri til. Til þess að svo megi verða þarf einhverjar vikur af hlýindum enn. Síðasta vika var góð með rekju á nóttinni og sólskini og hita á daginn. Ég notaði tækifærið á laugardagsmorguninn og smalaði fénu samann og bólusetti öll lömb og gemlinga. Þó þannig hafi nú staðið á þennan morgun að allt mitt heimafólk var ekki heima bætti ég það upp með því að nota gesti sem hér í sárasakleysi litu við. Var því um nógan mannskap að ræða og gekk verkið hratt og vel fyrir sig. Nú er þjóðfélagið aðeins farið að snúast af stað aftur eftir sumarfríin. Samt er það svo að víða er fólk enn í fríum. Leikskólinn hér í sveit er nú byrjaður aftur og kennarar grunnskólans eru mættir til vinnu. Það styttist í að nemendur mæti í skólann eftir sumarfrí. Á vettvangi sveitarstjórnar hefur þetta sumar, til þess að gera, verið rólegt. Mikill munur er að ekki hefur verið um sömu vandræði að ræða með neysluvatn í sveitarfélaginu og síðustu sumur. Þar kemur til ný stofnlögn sem tekin var í notkunn í sumar sem hefur gert það að verkum að hægt hefur verið að tryggja vatnsnotendum í sveitarfélaginu nóg af góðu vatni. Lokafrágangur á skólabyggingunni stendur nú yfir. Nú þegar skólastarf í Flóaskóla hefst verður í fyrsta skipti um heilstæðann grunnskóla að ræða með öllum 10 bekkjunum. Mörg stór verkefni bíða svo sveitarstjórnar að takast á við á næstu misserum. Má þar t.d. nefna að nú þarf að fara að hefja vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarinnar og samræma í eitt heilstætt aðalskipulag. Einnig þarf að að fara að taka ákvörðun um með hvaða hætti húsnæði Leikskólans verður stækkað. Ýmislegt fleira væri hægt að telja upp og ég á ekki von á að um neinn verkefnaskort verði að ræða. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is