Í Flóanum

26.08.2011 07:19

Húsabætur

Nú standa hér yfir töluverðar endurbætur á íbúðarhúsinu. Við Kolbrún tókum til við að byggja þetta hús sumarið 1979. Ég var þá tvítugur og hún átján ára og okkur fannst allir vegir vera færir. Ekki var á þessum tíma eins auðvelt að fá fjármagn í svona framkvæmdir og síðar varð. Man ég eftir að hafa eitt töluverðum tíma á biðstofum bankastjóra.

Við fluttum í húsið vorið 1982. Það vantaði ýmislegt upp á að það væri fullbúið þá en við vorum alsæl að vera kominn í eigið húsnæði. Haldið var áfram að klára það sem upp á vantaði innahúss á næstu árum s.s. gólfefni, loftaklæðningar, innihurðir og innréttingar. Eftir því sem árin liðu bætist svo viðhald á því sem fullbúið var við. Þetta finnst mér vera eðlileg framvinda húsnæðismála hjá fólki sem byrjar sinn búskap með tvær hendur tómar. Í þessu húsi hefur okkur liðið vel á hvaða byggingastigi sem er.







Nú var staðan orðin þannig að nauðsynlegt þótti að fara í umtalsverðar endur bæður á ytra byrði hússins. Suðaustanáttin var farin að gera sig einum of heimakomna í húsinu. Stefán Helgason og hans menn mættu hér í síðustu viku og byrjuðu að rífa utan af húsinu. Ætlunin er að skipta um klæðningu á veggjum og setja nýtt járn á þakið og nýjar rennur og nýjan þakkant,


Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar