Í Flóanum

31.08.2011 23:46

Ungmennafélagsreiðtúrinn

Umf. Vaka hefur staðið fyrir útreiðatúr hér í Flóanum síðsumars um langa tíð. Reyndar er það svo að ég man eftir fyrsta túrnum og tók þátt í honum.  Það mun líklega hafa verið árið 1976 en þetta muna engir lengur nema "elstu menn".  emoticon

Síðan þá hefur þetta verið liður í starfi félagsins og eitt af mörgu sem Umf. Vaka tekur sér fyrir hendur til þess að efla félagsandann í Flóanum. Skipulag reiðtúrsins miðast við að sem flestir geti tekið þátt. Þarna kemur saman ungt fólk á öllum aldri en aldurmunur þátttakenda í lífaldri getur verið nokkuð mikill. Gefur það atburðinum enn meira gildi. 

Það var svo nú á sunnudaginn var sem farið var. Farinn var hringur um hálendi Flóans. Áð var við Skotmannshól þar sem atburðir sem áttu sér stað löngu fyrir tíð ungmennafélagsreiðtúrsins, og getið er í Flóamannasögu, voru rifjaðir upp.

Ég lét þetta ekki fram hjá mér fara og mætti. Kolbún Katla í Lyngholti var að sjálfsögðu einnig mætt ásamt báðum foreldrum sínum. Þó við höfum verið þarna þrír ættliðir saman þá var Kolbrún Katla alls ekki yngst í ferðinni og ég ekki heldur elstur.

Þetta var hin ánægulegasti útreiðatúr í alla staði. Þátttaka var góð. Veðrið og félagsskapurinn var frábær. Eins og í öllum alvöru ferðalögum kemur ýmislegt óvænt fyrir en ég held að allir hafi samt komist heilir heim. emoticon



Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar