Í Flóanum |
||
10.09.2011 07:18HaustverkinNú er hér verið að taka síðasta heysskapinn í sumar. Ég er búinn að slá eitthvað rúmlega 30 ha. Háin er ágætlega sprottin og nauðsynlegt að hreinsa hana af túnunum. Við höfum aftur á móti verið í vandræðum með að raka saman vegna þess hve norðan áttin er eitthvað að flýta sér. Vonandi hefst það nú um helgia. ![]() Kornsláttur er nú hafinn í Flóanum en Sigmar sló fyrsta akurinn á fimmtudaginn. Hann reiknar með að slá eitthvað rúmlega 200 ha. fyrir u.m.b 20 aðila hér í Flóanum og í Ölfusi. Í vikunni var hann að standsetja nýjan kornvals en Flóakorn ehf endurnýjaði valsinn. Sá nýji er stærri og afkasta meiri þannig að nú ætti það síður að tefja fyrir slætti þegar valsað er jafnóðum. Nýji valsinn er það stór og þungur að Sigmar setti undir hann hjólastell til þess að auðvelda flutning á honum milli bæja. Ég er að undirbúa mig fyrir að fara á fjall. Þetta hefur ekki áður verið meðal haustverkanna hjá mér en nú tel ég mig vera það vel ríðandi að tímabært sé orðið að upplifa þá reynslu að taka þátt í að smala afréttinn. Ég fer héðann á þriðjudaginn og fer með öðrum leitarmönnum á "Tangann". Það er styðsta leitin í fjallsafni Flóamanna. Komið er með safnið niður í réttir á föstudaginn og réttað í Reykjaréttum í laugardag. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is