Í Flóanum |
||
18.09.2011 22:5210 ára afiÍ dag eru 10 ár síðan ég varð afi. Hún Kolbrún Katla Jónsdóttir í Lyngholti á nefnilega afmæli í dag. Það var hlutskipti hennar að ala mig upp í að vera afi, eins og það var hlutskipti mömmu hennar á sínum tíma að ala mig upp sem faðir. Að koma barni til manns er nefnilega æfinlega gagnvirkt verkefni. Við Kolbrún Katla höfum haft tækifæri til þess að gera ýmislegt saman þessi 10 ár. Hún er virkur þátttakandi í ýmsu sem verið er að fást við hér á bæ. Það hefur hún verið í öll þessi ár allt frá því hún var pínulítil. Nú er hún er farin að taka fullan þátt í hestmennskunni með okkur. Í sumar fór hún m,a, í hestaferð til Vestmannaeyja, Hún reið með mér og pabba sínum ásamt Unnsteini og Reyni á Hurðarbaki Þjórsárbakkana frá Murneyrum eitt kvöldið í sumar og hún var með í Ungmennafélagsreiðtúrnum. Í gær reið hún með okkur heim úr réttunum. Það er ýmislegt annað sem Kolbrún Katla tekur sér fyrir hendur. Hún er m.a. í tónlistaskóla og stundar íþróttaæfingar. Myndin hér að ofan er tekin þegar hún söng á fjölmennu ættarmóti með eftirminnanlegum hætti fyrir 3 árum. Til hamingju með daginn Kolbrún Katla Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is