Í Flóanum

30.11.2011 07:14

Vetur konungur

Þessa dagana er boðið upp á vetrarveður og er það í sjálfu sér ágætlega viðeigandi á þessum árs tíma. Snjór er yfir öllu og nokkuð frost.



Ærnar voru tekna á hús í síðustu viku. Þorsteinn Logi kom hér að rýja  á sunnudagskvöldið. Það styttist í fengitíma.



Á föstudagskvöldið s.l. komu starfsmenn Flóahrepps ásamt mökum saman í Vatnsholti hér í sveit og gæddu sér á jólahlaðborði. Það er glæsileg aðstaðan sem þau Margrét og Jói eru búin að koma upp í Vatnholti og frábær matur og þjónusta sem þau bjóða upp á. Þetta var hin fínasta samkoma og fólk skemmti sér vel, 


  

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar