Í Flóanum

14.12.2011 07:12

Að vera nógu þroskaður fyrir bragðið

Sennilega hef ég klúðrað stæðsta tækifæri lífs míns til þess að hljóta fræð og frama í kvikmyndabransanum. Fyrir nokkrum vikum var nefnilega hringt í mig og mér boðið hlutverk í leikinni sjónvarpsauglýsingu. Ég gat ekki með nokkru móti þegið þetta hlutverk þar sem ég var upptekinn við að sinna málefnum sveitarfélagins á sama tíma og upptakan var gerð.

Nú sit ég með sárt ennið og horfi upp á kollega mína sem gripu tækifærið baða sig í sviðsljósinu og kynna með stolti Óðalsosta fyrir Mjókursamsöluna í hverjum fjölmiðlinum og eftir öðrum.



Það er bót í máli að ég hef aldrei haft löngun til þess að hasla mér völl á þessum vettvangi og læt mér því í léttu rúmi liggja að hafa misst af þessu einstaka tækifæri.



Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar