Í Flóanum

25.12.2011 19:51

Gleðileg jól

Nú að kvöldi jóladags sendi ég ykkur öllum bestu jólakveðjur. Ég vona að þið öll hafið fundið hinn sanna jólaanda og notið þess hvert á sinn hátt. Sjálfur hef ég átt góðar stundir hér með mínu fólki.



Þrátt fyrir talsverða rigningu í gærdag er hér snjór yfir öllu. Það snjóaði töluvert seinniparinn í nótt og í morgunn. Færi er afleitt þar sem svell er víða undir nýföllnum snjónum.

Það er því um að gera að stíga varlega til jarðar ef maður ætlar að hafa fullt vald á ferðum sínum. Það er bót í máli að það hallar hér nokkuð frá húsinu þannig að ég ætti allavegana að komast í fjósið. Það verður svo að ráðst hvernig og hvort ég kemst inn aftur...emoticon

Flettingar í dag: 306
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 567
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 353214
Samtals gestir: 47879
Tölur uppfærðar: 17.11.2025 16:36:25
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar