Í Flóanum

14.02.2012 20:50

Flóagullið

Hún Gyða sem starfar á skrifstofum Flóahrepps og sér um bókhaldið færði sveitarfélaginu að gjöf  innrammaða og stækkaða ljósmynd eftir sig nú á mánudagsmorguninn.

Gyða sem er áhugaljósmyndari sagðist vilja sýna sveitarfélaginu þakklætisvott fyrir að veita sér vinnu og gott starfsumhverfi. Myndin, sem hún nefnir " Flóagull ", er tekin við Þingborg og sýnir trjágróðurinn þar í haustsólarljósi.
 
Það er ómetanlegt fyrir hvaða fyrirtæki sem er og ekki síður sveitarfélög að hafa á að skipa traustu og góðu starfsfólki. Það er gæfa Flóahrepps að þar hefur valist til starfa fjöldi af mjög vel hæfum einstaklingum sem vinna að miklum metnaði fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Ég er þeirra skoðunnar að það sé m.a. lykillinn að því hvað sameining sveitarfélaganna á sínum tíma gekk hér vel. Það skiptir líka gríðalega miklu máli og kannski bara öllu máli í rekstri sveitafélagsins að hafa á að skipa traustu starfsliði.

Gyða er hluti af þessari sterku heild og er lykilmanneskja í þeirri starfsemi sem fram fer á skrifstofu sveítarfélagsins. Það hefur reyndar vakið athygli, og það út fyrir sveitarfélgsmörkin, hvað fámenn skrifstofa Flóahrepps er að skila sínu starfi vel. Þar er valin maður í hverju rúmi.

Ég vil að sjálfsögðu þakka henni Gyðu fyrir þessa gjöf. Mér finnst hún, með henni, sýna hvaða hug hún ber til þessa sveitarfélags.

Fyrir hönd Flóahrepps.. takk...emoticon


Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar