Í Flóanum |
||
19.02.2012 22:38Gæðingsefni og ÞorrablótVið skruppum vestur á Snæfellsnes um helgina. Erindið var að fara á þorrablót að Skildi í Helgafellssveit með þeim Ástu og Guðjóni á Borgarlandi. Þau voru reyndar stödd á folaldasýningu í Söðulsholti í gærdag þegar við vorum á leiðinni vestur. Það þótti því tilvalið að koma þar við og líta á gæðingsefnin. Það er glæslegur húsakosturinn í Söðulsholti. Þarna var samankomin hópur af gæðingsefnum og ljóst, að ef allar þær væntingar sem þarna voru, ganga eftir verða menn vel ríðandi á Snæfellsnesinu eftir nokkur ár. Eins og víða á svona sýningunum skildist mér líka að folöldin sem ekki komu væru engu síðri en þau sem komu þannig að menn verða aldeilis ekki hestlausir á Nesinu í framtíðinni. Þorrablótið var hin besta skemmtun eins og við var að búast. Eins og tilheyrir voru skemmtiatriðin helst á kostnað sveitunganna og eru Helgfellingar engir eftirbátar annarra í því að gera grín að sjálfum sér. Jón Gamli og Björk mágkona mín voru að sjálfsögðu mætt á svæðið og létu ekkert fram hjá sér fara. Jón hafði reyndar þann starfa að taka skemmtunina upp á myndband fyrir komandi kynslóðir. Ekki tók ég eftir því hvað hljómsveitin heitir sem spilaði þarna en hún var verkinu vel vaxin. Þeir spiluðu af krafti fjöruga dansmúsik og héldu uppi miklu stuði. Ég hef ekki hitt Didda söngvara hljómsveitarinnar í þessu hlutverki áður en hann er greinilega öflugur sögvari og gaf ekkert eftir. Við keyrðum síðan heim í Flóann aftur í dag. Áður áttum við góða stund í spjalli með þeim Ástu og Guðjóni í morgun. Renndum síðan sem snöggvast út að Kverná. Heimilisfólkið var ekki heima en þar hittum við Sólrúnu sem þar gætti búsins um helgina. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is