Í Flóanum |
||
25.02.2012 07:26SólarferðMér var boðið á frumsýningu í gærkvöldi. Leikfélag Selfoss frumsýndi í Litla Leikhúsinu á Selfossi leikverkið "Sólarferð" eftir Guðmund Steinsson. Þetta var frábær sýning og hreint út sagt magnaður leikur hjá leikurunum. Ég hvet alla til þess að fara og sjá þessa sýningu hjá leikfélaginu. ![]() Sól er nú farin að hækka á lofti hér í Flóanum og daginn tekin að lengja. Það hefur lítið farið fyrir útreiðum hjá mér á þessum vetri fram til þessa. Tíðafarið hefur nú ekki verið til þess að hvetja mann í slíkt auk þess sem margt annað hefur verið að gera. En með hækkandi sól er nú ekki hægt að neita sér um það lengur. Reiðhestarnir hafa nú verið teknir inn og járnaðir. Ég skrapp rétt sem snöggvast á bak í blíðuni í gær og mun að öllum líkindum finna mér einhvern tíma til þess á næstu dögu, vikum og mánuðum. Þeir voru í sólskinsskapi félagarnir úr Hólminum og Helgafellssveitinni sem hér litu við í kaffi í gær. Þeim vantaði víst traktor og brugðu sér því í verslunarleiðangur hingað í Flóann. Þeir gerðu gríðaleg góð kaup og héldu alsælir aftur vestur á Snæfellsnes. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is