Í Flóanum |
||
02.03.2012 22:23ÚrvalsmjólkÞað er gaman að segja frá því að nú í dag var sjö mjólkurframleiðendum héðan úr Flóanum veittar viðurkenningar fyrir að leggja inn úrvalsmjólk allt síðast liðið ár. Mér finnst skemmtilegt að við hér í Félagsbúinu í Kolsholti I skulum nú vera í þessum hópi. Það er metnaður allra mjólkurframleiðenda að viðhalda miklum gæðum í íslenskri mjólkurframleiðslu. Það eru gerða mjög strangar gæðakröfur til allra mjólkur sem er lögð inn og vel er fylgst með að svo er. Það eru tekinn sýni úr allri mjólk sem sótt er til okkar. Kannað er hvort um lyfjaleyfar geti verið að ræða og vikulega eru mældir hinir ýmsu þættir s.s.gerlamagn, frumutala og fítusýrur sem ákvarðar síðan hvort hún stenst gæðakröfur. Ef mjólkin stenst ekki gæðakröfur er hún verðfeld og/eða sett er á sölubann frá viðkomandi búi. Það stendur enginn framleiðandi í slíkri framleiðslu enda gengur það alls ekki upp. Þeir sem aftur á móti koma allra best út í þessum mælingum fá greitt sérstakt álag á mjólkurverðið eftir hvern mánuð fyrir úrvalsmjók. Á hverju ári eru það alltaf nokkrir sem ná því að vera með úrvalsmjólk alla mánuðu ársins. Á aðalfundi Flóa og Ölfusdeildar Auðhumlu (samvinnufélag mjólkurframleiðenda) sem haldinn var í dag kom fram að á síðasta ári voru 42 mjólkurframleiðendur á svæði deildarinna. Af þeim voru 7 innleggendur sem lögðu inn úrvalsmjólk allt síðasta ár og hafa þeir aldrei verið svo margir áður. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is