Í Flóanum

11.03.2012 07:21

Ársuppgjör

Það er lögð á það áhersla hér hjá Flóahrepp að bókhald sveitarfélagsins nýtist sem best við fjármálastjórn sveitarfélagsins. Til þess að svo megi vera er nauðsynlegt að upplýsingar úr því hverju sinni gefi rétta mynd af stöðunni. Einnig er mikilvægt að ársuppjör liggi fyrir sem allra fyrst og endurskoðun sé markviss og trúverðug.

Í síðustu viku voru ársreikningar Flóahrepps fyrir árið 2011 lagðir fram á sveitarstjórnarfundi til fyrri umræðu ásamt endurskoðunnarskýrslu frá KPMG. Mér finnst rétt að halda því til haga að ég veit ekki um neitt annað sveitarfélag sem lokið hefur við gerð ársreiknings og lagt hann fram til umræðu í sveitarstjórn. emoticon

Afkoma Flóahrepps á síðasta ári var jákvæð um tæpar  25 milljónir. Það er nokkuð betri afkoma en reiknað var með og munar þar mestu að framlög jöfnunnarsjóðs drógust minna saman frá fyrra ári en reiknað var með. Útsvarstekjur voru aftur á móti heldur minni en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir en aðrar tekjur meiri. 

Sá gjaldaliður sem mest fór fram úr áætlun var vegna snjómoksturs en menn eru allveg hættir að reikna með að það geti snjóað. Reyndin varð síðan allt önnur síðustu vikur ársins. Fjárveiting til snjómoksturs á þessu ári  kláraðist einnig á fyrstu vikum ársins. Nú er bara að vona að ekki snjói meira fyrr en árið 2013. emoticon

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar