Í Flóanum |
||
12.04.2012 07:17ÚtreiðartúrÞað atvikaðist svo að ég komst í ágætan útreiðatúr á föstudaginn langa en þá var riðið út með Selfyssingum í Árborgarhreppi. Tilefnið var, að þá var með formlegum hætti, tekinn í notkunn brú á reiðleiðinni úr Tjarnarbyggð niður á Eyrabakka. Hestamenn í Flóanum riðu að brúnni beggja megin frá til þes að vera viðstaddir athöfnina. Það er reiðveganefnd hestamannfélagsins Sleipnis sem á veg og vanda að þessari brúargerð. Nefndin, með Einar í Egilsstaðakoti í broddi fylkingar, hefur unnið ötullega að því að opna reiðleiðir og leggja reiðvegi vítt og breitt um allan Flóann. Verkefnið er risastórt en reiðveganefndin, m.a. með styrk frá sveitarfélögunum, er þegar komin af stað með ýmis verkefni sem m.a. miða að því að koma eitthvað af hestaumferðinni frá akvegunum. Þar sem Jón í Lyngholti hafði í vetur aðstoðað Einar í því að koma áður nefndri brú fyrir þótti tilheyra að hann mætti við vígluna. Við setum reiðhrossin á kerru og keyrðum með þau að "Stóra-Aðalbóli" í Tjarnarbyggðinni. Þaðan riðum við með með öðrum hestamönnum af svæðinu að brúnni. Þessi brú, sem er gömul trébrú frá vegagerðinni, var sett á stóra áveituskurðinn sem grafin var á sínum tíma á mörkum Sandvíkurshrepps hinum forna og Eyrabakkahrepp hinum forna. Mikill fjöldi var samankominn við brúna bæði af hestum og mönnum. Að ræðuhöldum og borðaklippingum loknum var riðið til baka. Allur hópurinn stoppaði síðan hjá þeim Maddý og Jónasi í Tjarnarbyggðinni og þáðar veitingar. Að þvi loknu riðum við Jón áfram með þeim sem komu frá Selfossi þangað upp eftir. Ekki töldum við viturlegt að halda mikið lengra áfram þar sem við vorum báðir einhesta og u.þ.b. 20 km eftir til að komast heim. Hrossin voru því sett á kerru aftur og keyrð heim. Þetta var hin skemmtilegasti túr í fallegu veðri og góðra vina hópi. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is